Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing 17. september 2011 06:00 Eftirlit með hrossum Dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum, þar sem grunur leikur á að hryssur hafi verið illa skaðaðar af mannavöldum. Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira