Eddie Murphy aftur á stóra sviðið 8. september 2011 18:00 Eddie Murphy, Sylvester Stallone og Brigitte Nielsen á toppnum á níunda áratugnum. Eddie Murphy verður kynnir á Óskarnum. Sem þýðir að það verður stuð á stóra Kodak-sviðinu þegar gamanleikarinn stígur á stokk vopnaður einu frægasta brosi Hollywood og einstökum hlátri. Sögusagnirnar um Eddie Murphy í kynnishlutverki Óskarsins fóru á kreik um helgina. Leikstjórinn Brett Ratner, sem stýrir Murphy í gamanmyndinni Tower Heist, var sagður áhugasamur um að fá gamanleikarann til liðs við sig og í gær var verst geymda leyndarmálið í Hollywood opinberað; að Murphy hefði fengið starfið, hann yrði kynnir. Yngra fólk kann að hrista hausinn yfir þessari ákvörðun og hugsa með sjálfu sér: hvað í ósköpunum hefur Eddie Murphy gert síðastliðin ár til að verðskulda þennan heiður? Og það er kannski ekki margt, þessi annars eitursnjalli gamanleikari hefur verið sjálfum sér verstur í hlutverkavali, hver b-myndin á fætur annarri hefur bæst á ferilskrána, ef undanskilið er aukahlutverkið í Dreamgirls. Hláturgasið, sem Murphy hafði ótæmandi aðgang að á síðustu öld, hefur ekki hrifið áhorfendur í kvikmyndum á borð við Meet Dave, Imagine That, Norbit, The Haunted Mansion eða I Spy (að meðaltali hafa þessar myndir fengið undir fimm í einkunn á hinni mjög svo jákvæðu kvikmyndavefsíðu imdb.com.).Eddie og Michael flottir saman.En Murphy er fleira til lista lagt en að leika í vondum myndum því þeir sem hafa séð heimildarmyndina Eddie Murphy Raw frá árinu 1987 vita að fáir eru betri á sviði en hann. Murphy var hluti af Saturday Night Live-hópnum í fjögur ár og var stjarna hópsins. Hann hafði einstakt nef fyrir tímasetningum og var undir sterkum áhrifum frá Richard Pryor, hann þótti stundum ófyrirleitinn, grófur og jafnvel dónalegur en alltaf fyndinn. Og á níunda áratug síðustu aldar fór hann á kostum í hverri myndinni á fætur annarri; Beverly Hills Cop, 48 Hours, Coming to America og Trading Places. Og þetta veit leikstjórinn Ratner og veðjar þess vegna á Murphy. „Eddie er grínsnillingur, hann er einn besti uppistandari allra tíma og hefur haft mikil áhrif á þá list. Ást hans á kvikmyndum og einstakur hæfileiki til að töfra fram ógleymanlegar persónur eiga eftir að gera Óskarskvöldstundina að ógleymanlegri stund," segir í yfirlýsingu frá Ratner. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Eddie Murphy verður kynnir á Óskarnum. Sem þýðir að það verður stuð á stóra Kodak-sviðinu þegar gamanleikarinn stígur á stokk vopnaður einu frægasta brosi Hollywood og einstökum hlátri. Sögusagnirnar um Eddie Murphy í kynnishlutverki Óskarsins fóru á kreik um helgina. Leikstjórinn Brett Ratner, sem stýrir Murphy í gamanmyndinni Tower Heist, var sagður áhugasamur um að fá gamanleikarann til liðs við sig og í gær var verst geymda leyndarmálið í Hollywood opinberað; að Murphy hefði fengið starfið, hann yrði kynnir. Yngra fólk kann að hrista hausinn yfir þessari ákvörðun og hugsa með sjálfu sér: hvað í ósköpunum hefur Eddie Murphy gert síðastliðin ár til að verðskulda þennan heiður? Og það er kannski ekki margt, þessi annars eitursnjalli gamanleikari hefur verið sjálfum sér verstur í hlutverkavali, hver b-myndin á fætur annarri hefur bæst á ferilskrána, ef undanskilið er aukahlutverkið í Dreamgirls. Hláturgasið, sem Murphy hafði ótæmandi aðgang að á síðustu öld, hefur ekki hrifið áhorfendur í kvikmyndum á borð við Meet Dave, Imagine That, Norbit, The Haunted Mansion eða I Spy (að meðaltali hafa þessar myndir fengið undir fimm í einkunn á hinni mjög svo jákvæðu kvikmyndavefsíðu imdb.com.).Eddie og Michael flottir saman.En Murphy er fleira til lista lagt en að leika í vondum myndum því þeir sem hafa séð heimildarmyndina Eddie Murphy Raw frá árinu 1987 vita að fáir eru betri á sviði en hann. Murphy var hluti af Saturday Night Live-hópnum í fjögur ár og var stjarna hópsins. Hann hafði einstakt nef fyrir tímasetningum og var undir sterkum áhrifum frá Richard Pryor, hann þótti stundum ófyrirleitinn, grófur og jafnvel dónalegur en alltaf fyndinn. Og á níunda áratug síðustu aldar fór hann á kostum í hverri myndinni á fætur annarri; Beverly Hills Cop, 48 Hours, Coming to America og Trading Places. Og þetta veit leikstjórinn Ratner og veðjar þess vegna á Murphy. „Eddie er grínsnillingur, hann er einn besti uppistandari allra tíma og hefur haft mikil áhrif á þá list. Ást hans á kvikmyndum og einstakur hæfileiki til að töfra fram ógleymanlegar persónur eiga eftir að gera Óskarskvöldstundina að ógleymanlegri stund," segir í yfirlýsingu frá Ratner. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira