Eddie Murphy aftur á stóra sviðið 8. september 2011 18:00 Eddie Murphy, Sylvester Stallone og Brigitte Nielsen á toppnum á níunda áratugnum. Eddie Murphy verður kynnir á Óskarnum. Sem þýðir að það verður stuð á stóra Kodak-sviðinu þegar gamanleikarinn stígur á stokk vopnaður einu frægasta brosi Hollywood og einstökum hlátri. Sögusagnirnar um Eddie Murphy í kynnishlutverki Óskarsins fóru á kreik um helgina. Leikstjórinn Brett Ratner, sem stýrir Murphy í gamanmyndinni Tower Heist, var sagður áhugasamur um að fá gamanleikarann til liðs við sig og í gær var verst geymda leyndarmálið í Hollywood opinberað; að Murphy hefði fengið starfið, hann yrði kynnir. Yngra fólk kann að hrista hausinn yfir þessari ákvörðun og hugsa með sjálfu sér: hvað í ósköpunum hefur Eddie Murphy gert síðastliðin ár til að verðskulda þennan heiður? Og það er kannski ekki margt, þessi annars eitursnjalli gamanleikari hefur verið sjálfum sér verstur í hlutverkavali, hver b-myndin á fætur annarri hefur bæst á ferilskrána, ef undanskilið er aukahlutverkið í Dreamgirls. Hláturgasið, sem Murphy hafði ótæmandi aðgang að á síðustu öld, hefur ekki hrifið áhorfendur í kvikmyndum á borð við Meet Dave, Imagine That, Norbit, The Haunted Mansion eða I Spy (að meðaltali hafa þessar myndir fengið undir fimm í einkunn á hinni mjög svo jákvæðu kvikmyndavefsíðu imdb.com.).Eddie og Michael flottir saman.En Murphy er fleira til lista lagt en að leika í vondum myndum því þeir sem hafa séð heimildarmyndina Eddie Murphy Raw frá árinu 1987 vita að fáir eru betri á sviði en hann. Murphy var hluti af Saturday Night Live-hópnum í fjögur ár og var stjarna hópsins. Hann hafði einstakt nef fyrir tímasetningum og var undir sterkum áhrifum frá Richard Pryor, hann þótti stundum ófyrirleitinn, grófur og jafnvel dónalegur en alltaf fyndinn. Og á níunda áratug síðustu aldar fór hann á kostum í hverri myndinni á fætur annarri; Beverly Hills Cop, 48 Hours, Coming to America og Trading Places. Og þetta veit leikstjórinn Ratner og veðjar þess vegna á Murphy. „Eddie er grínsnillingur, hann er einn besti uppistandari allra tíma og hefur haft mikil áhrif á þá list. Ást hans á kvikmyndum og einstakur hæfileiki til að töfra fram ógleymanlegar persónur eiga eftir að gera Óskarskvöldstundina að ógleymanlegri stund," segir í yfirlýsingu frá Ratner. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Eddie Murphy verður kynnir á Óskarnum. Sem þýðir að það verður stuð á stóra Kodak-sviðinu þegar gamanleikarinn stígur á stokk vopnaður einu frægasta brosi Hollywood og einstökum hlátri. Sögusagnirnar um Eddie Murphy í kynnishlutverki Óskarsins fóru á kreik um helgina. Leikstjórinn Brett Ratner, sem stýrir Murphy í gamanmyndinni Tower Heist, var sagður áhugasamur um að fá gamanleikarann til liðs við sig og í gær var verst geymda leyndarmálið í Hollywood opinberað; að Murphy hefði fengið starfið, hann yrði kynnir. Yngra fólk kann að hrista hausinn yfir þessari ákvörðun og hugsa með sjálfu sér: hvað í ósköpunum hefur Eddie Murphy gert síðastliðin ár til að verðskulda þennan heiður? Og það er kannski ekki margt, þessi annars eitursnjalli gamanleikari hefur verið sjálfum sér verstur í hlutverkavali, hver b-myndin á fætur annarri hefur bæst á ferilskrána, ef undanskilið er aukahlutverkið í Dreamgirls. Hláturgasið, sem Murphy hafði ótæmandi aðgang að á síðustu öld, hefur ekki hrifið áhorfendur í kvikmyndum á borð við Meet Dave, Imagine That, Norbit, The Haunted Mansion eða I Spy (að meðaltali hafa þessar myndir fengið undir fimm í einkunn á hinni mjög svo jákvæðu kvikmyndavefsíðu imdb.com.).Eddie og Michael flottir saman.En Murphy er fleira til lista lagt en að leika í vondum myndum því þeir sem hafa séð heimildarmyndina Eddie Murphy Raw frá árinu 1987 vita að fáir eru betri á sviði en hann. Murphy var hluti af Saturday Night Live-hópnum í fjögur ár og var stjarna hópsins. Hann hafði einstakt nef fyrir tímasetningum og var undir sterkum áhrifum frá Richard Pryor, hann þótti stundum ófyrirleitinn, grófur og jafnvel dónalegur en alltaf fyndinn. Og á níunda áratug síðustu aldar fór hann á kostum í hverri myndinni á fætur annarri; Beverly Hills Cop, 48 Hours, Coming to America og Trading Places. Og þetta veit leikstjórinn Ratner og veðjar þess vegna á Murphy. „Eddie er grínsnillingur, hann er einn besti uppistandari allra tíma og hefur haft mikil áhrif á þá list. Ást hans á kvikmyndum og einstakur hæfileiki til að töfra fram ógleymanlegar persónur eiga eftir að gera Óskarskvöldstundina að ógleymanlegri stund," segir í yfirlýsingu frá Ratner. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira