Bíð eftir djúpri haustlægð til að aðsóknin taki við sér 6. september 2011 09:00 Engin uppgjöf Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, til hægri, segist sannfærður um að aðsóknin á myndina eigi eftir að aukast, sérstaklega þegar djúpar haustlægðir fara að gera vart við sig. Leikstjórinn er hér með aðalleikurum myndarinnar, Hilmari Guðjónssyni og Sveini Ólafi Gunnarssyni.Fréttablaðið/GVA „Ég ætla að kenna hitabylgjunni um þetta, ég er bara að bíða eftir djúpri haustlægð og þá kemur aðsóknin,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri. Fyrsta myndin hans, Á annan veg, var frumsýnd um helgina. Hún fékk prýðilega dóma, fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, þrjár í Fréttatímanum og fína umsögn í Morgunblaðinu. En dómarnir virðast ekki hafa hreyft við fólki, aðeins 159 gestir greiddu sig inn á myndina um helgina samkvæmt lista frá Smáís. Og það verður að teljast heldur dræm aðsókn. Mikil veðurblíða lék við höfuðborgarbúa bæði laugardag og sunnudag og því viðbúið að margir hafi haft öðrum hnöppum að hneppa en að skella sér í bíó. Hafsteinn er hins vegar nokkuð brattur þrátt fyrir brösótta byrjun, segir myndina spyrjast vel út. „Ég er líka óþekktur, þetta er mín fyrsta mynd og þá eru leikararnir tiltölulega óþekktir. Þetta er mynd sem hvíslar á meðan stóru Hollywood-poppkornssmellirnir öskra,“ segir Hafsteinn en hann vildi hvetja fólk til að skella sér í bíó til að kynna sér það ferskasta í íslenskri kvikmyndagerð. Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri hjá Senu sem dreifir myndinni, segir myndina eiga eftir að ná sér á skrið. „Þetta er þannig mynd að hún verður lengi í gang,“ segir Guðmundur og rifjar upp velgengni Nóa albínóa. Hún hafi farið hægt af stað í byrjun og raunar benti ekkert til þess fyrstu sýningarvikuna að myndin myndi njóta mikilla vinsælda. „Þetta eru bara þrír dagar, svona mynd þarf alveg viku til tíu daga. Markhópur hennar þarf tíma, hann þarf að skipuleggja sig, finna barnapíu og annað slíkt. Þessi mynd á alveg heilan helling inni,“ segir Guðmundur. Á annan veg segir frá tveimur afar ólíkum mönnum sem vinna saman við vegavinnu á Vestfjörðum; annar ætlar í framhaldsnám í þýsku en hinn er með kynlíf á heilanum. Aðalleikarar myndarinnar eru tveir, þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson, en auk þess bregður Þorsteini Bachmann fyrir í litlu hlutverki. Myndin er sýnd bæði í Háskólabíói og Smárabíói. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
„Ég ætla að kenna hitabylgjunni um þetta, ég er bara að bíða eftir djúpri haustlægð og þá kemur aðsóknin,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri. Fyrsta myndin hans, Á annan veg, var frumsýnd um helgina. Hún fékk prýðilega dóma, fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, þrjár í Fréttatímanum og fína umsögn í Morgunblaðinu. En dómarnir virðast ekki hafa hreyft við fólki, aðeins 159 gestir greiddu sig inn á myndina um helgina samkvæmt lista frá Smáís. Og það verður að teljast heldur dræm aðsókn. Mikil veðurblíða lék við höfuðborgarbúa bæði laugardag og sunnudag og því viðbúið að margir hafi haft öðrum hnöppum að hneppa en að skella sér í bíó. Hafsteinn er hins vegar nokkuð brattur þrátt fyrir brösótta byrjun, segir myndina spyrjast vel út. „Ég er líka óþekktur, þetta er mín fyrsta mynd og þá eru leikararnir tiltölulega óþekktir. Þetta er mynd sem hvíslar á meðan stóru Hollywood-poppkornssmellirnir öskra,“ segir Hafsteinn en hann vildi hvetja fólk til að skella sér í bíó til að kynna sér það ferskasta í íslenskri kvikmyndagerð. Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri hjá Senu sem dreifir myndinni, segir myndina eiga eftir að ná sér á skrið. „Þetta er þannig mynd að hún verður lengi í gang,“ segir Guðmundur og rifjar upp velgengni Nóa albínóa. Hún hafi farið hægt af stað í byrjun og raunar benti ekkert til þess fyrstu sýningarvikuna að myndin myndi njóta mikilla vinsælda. „Þetta eru bara þrír dagar, svona mynd þarf alveg viku til tíu daga. Markhópur hennar þarf tíma, hann þarf að skipuleggja sig, finna barnapíu og annað slíkt. Þessi mynd á alveg heilan helling inni,“ segir Guðmundur. Á annan veg segir frá tveimur afar ólíkum mönnum sem vinna saman við vegavinnu á Vestfjörðum; annar ætlar í framhaldsnám í þýsku en hinn er með kynlíf á heilanum. Aðalleikarar myndarinnar eru tveir, þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson, en auk þess bregður Þorsteini Bachmann fyrir í litlu hlutverki. Myndin er sýnd bæði í Háskólabíói og Smárabíói. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira