Lífið

Heldur einkasýningu í Peking

Myndlistarmaðurinn Goddur heldur einkasýningu í Kína í lok mánaðarins. fréttablaðið/anton
Myndlistarmaðurinn Goddur heldur einkasýningu í Kína í lok mánaðarins. fréttablaðið/anton
„Mér finnst þetta æðislegt,“ segir myndlistarmaðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, sem er á leiðinni til Kína síðar í mánuðinum. Þar tekur hann þátt í hönnunarvikunni í höfuðborginni Peking og heldur þar einkasýningu með þrjátíu veggspjöldum sem hann hefur búið til. Það var listrænn stjórnandi hönnunarvikunnar, Aric Chen, sem óskaði eftir því að sýna verk Godds.

Hann hlakkar mikið til að heimsækja Kína og kynna verk sín fyrir heimamönnum. „Það er svo sjaldan sem grafísk hönnun verður kúltur. Það hafa nokkrir íslenskir listamenn náð þessari stöðu eins og Katrín Pétursdóttir og fleiri sem verða eftirsóttir á sýningum. Við erum ekki mörg sem höfum náð þessari stöðu að láta sýna verkin okkar á alþjóðlegum menningaratburðum sem kúltúrfyrirbæri,“ segir Goddur sem hefur aldrei komið áður til Kína.

Sýningin verður opnuð 26. september og fer hún fram í gömlum, endurinnréttuðum verksmiðjusal í listamannahverfinu 751 þar sem þrjátíu verk verða hengd upp á stálvíra. Goddi hefur einnig verið boðið að halda fyrirlestur kvöldið eftir en síðasta einkasýning hans var haldin á Seyðisfirði í fyrra.

Áður en listamaðurinn flýgur til Austurlanda fjær kemur hann við í Frankfurt þar sem sýnd verður íslensk hönnun á listiðnaðarsafninu þar í borg. Sú sýning verður minni í sniðum þar sem einungis fimm veggspjöld eftir hann verða sýnd. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.