Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins 27. ágúst 2011 04:30 Fyrsta sýning menningarhússins var Rocky Horror árið 2010 og tapaði Leikfélagið mörgum milljónum á því. fréttablaðið/sunna María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira