Neitað um viðkvæm gögn um Jón Ásgeir 23. ágúst 2011 07:00 Lúxusíbúðablokkin á Manhattan Þegar hjónin sóttu um að fá að kaupa íbúð í þessu húsi þurftu þau að skila inn ítarlegum upplýsingum um persónulega hagi sína. Slitastjórnin fær þær ekki nema að örlitlu leyti. Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent