Garðar Gunnlaugs snýr aftur í fyrirsætubransann 2. ágúst 2011 10:00 Garðar Gunnlaugsson kanttspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta er byrjaður að sitja aftur fyrir í auglýsingum hjá Hagkaupum. „Þetta er eins og að koma heim,“ segir Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta. Andlit Garðars hefur prýtt síður dagblaða á Íslandi undanfarna daga en hann situr fyrir í auglýsingu Hagkaupa á gúmmítúttum. Auglýsingin var ljósmynduð í byrjun sumars þegar Garðar var staddur hér á landi í fríi. „Eru það gúmmítúttur? Það er fyndið. Hagkaup biður mig alltaf um að hafa samband þegar ég er á landinu og mér finnst þetta skemmtileg vinna,“ segir Garðar, en hann var að jafna sig eftir aðgerð á mjóbaki á sjúkrahúsi í Þýskalandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Garðar byrjaði að sitja fyrir árið 2003 í kjölfar sigurs í Herra Ísland. Honum hefur reglulega brugðið fyrir í Hagkaupsbæklingnum, en hefur ekki sést á síðum bæklingsins síðustu misseri enda búsettur erlendis. „Já, vá ég er búinn að vera í þessu með hléum í átta ár. Það er alltaf sama teymi á bak við þessar myndatökur svo það er yndisleg stemming í stúdíóinu,“ segir Garðar og útilokar ekki að rifja upp gamla takta og sitja fyrir á nærfötunum einum saman í framtíðinni. Síðast þegar hann gerði það var það með eiginkonu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttir. „Það var skemmtileg myndataka. Á meðan mér finnst þetta gaman tek ég eina og eina auglýsingu þegar ég er heima í fríi.“ Garðar greindist með brjósklos í baki fyrr í sumar og þurfti því að hætta við að ganga til liðs við íslenska fótboltaliðið ÍBV eins og til stóð. Hann segir það hafa verið mikil vonbrigði því hann var farinn að hlakka til að spila aftur á Íslandi. Nú er hann hins vegar á leið aftur til Búlgaríu þar sem fjölskyldan bíður eftir honum. „Það er fullt að gera hjá Ásdísi. Ég má hins vegar ekkert æfa í sex vikur og fer svo í að koma mér í form,“ segir Garðar og bætir við að hann verði heimavinnandi húsfaðir og Ásdís sú sem vinnur fyrir heimilinu í Búlgaríu. „Hún hefur alltaf verið mjög dugleg kona og er búin að skapa sér stórt nafn í Búlgaríu.“ Garðar bætti nýverið í ferilskrá sína þegar hann hóf að framleiða bjór í Lettlandi. Bjórinn nefnist Krummi og bíður Garðar einungis eftir að fá leyfi fyrir innflutningi bjórsins, sem bíður tilbúinn á hafnarbakkanum í Lettlandi. „Þetta er besti bjór sem ég hef smakkað og maður hefur nú smakkað þá ófáa gegnum tíðina. Ég vona að öll leyfi verði komin í lok ágúst.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Þetta er eins og að koma heim,“ segir Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta. Andlit Garðars hefur prýtt síður dagblaða á Íslandi undanfarna daga en hann situr fyrir í auglýsingu Hagkaupa á gúmmítúttum. Auglýsingin var ljósmynduð í byrjun sumars þegar Garðar var staddur hér á landi í fríi. „Eru það gúmmítúttur? Það er fyndið. Hagkaup biður mig alltaf um að hafa samband þegar ég er á landinu og mér finnst þetta skemmtileg vinna,“ segir Garðar, en hann var að jafna sig eftir aðgerð á mjóbaki á sjúkrahúsi í Þýskalandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Garðar byrjaði að sitja fyrir árið 2003 í kjölfar sigurs í Herra Ísland. Honum hefur reglulega brugðið fyrir í Hagkaupsbæklingnum, en hefur ekki sést á síðum bæklingsins síðustu misseri enda búsettur erlendis. „Já, vá ég er búinn að vera í þessu með hléum í átta ár. Það er alltaf sama teymi á bak við þessar myndatökur svo það er yndisleg stemming í stúdíóinu,“ segir Garðar og útilokar ekki að rifja upp gamla takta og sitja fyrir á nærfötunum einum saman í framtíðinni. Síðast þegar hann gerði það var það með eiginkonu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttir. „Það var skemmtileg myndataka. Á meðan mér finnst þetta gaman tek ég eina og eina auglýsingu þegar ég er heima í fríi.“ Garðar greindist með brjósklos í baki fyrr í sumar og þurfti því að hætta við að ganga til liðs við íslenska fótboltaliðið ÍBV eins og til stóð. Hann segir það hafa verið mikil vonbrigði því hann var farinn að hlakka til að spila aftur á Íslandi. Nú er hann hins vegar á leið aftur til Búlgaríu þar sem fjölskyldan bíður eftir honum. „Það er fullt að gera hjá Ásdísi. Ég má hins vegar ekkert æfa í sex vikur og fer svo í að koma mér í form,“ segir Garðar og bætir við að hann verði heimavinnandi húsfaðir og Ásdís sú sem vinnur fyrir heimilinu í Búlgaríu. „Hún hefur alltaf verið mjög dugleg kona og er búin að skapa sér stórt nafn í Búlgaríu.“ Garðar bætti nýverið í ferilskrá sína þegar hann hóf að framleiða bjór í Lettlandi. Bjórinn nefnist Krummi og bíður Garðar einungis eftir að fá leyfi fyrir innflutningi bjórsins, sem bíður tilbúinn á hafnarbakkanum í Lettlandi. „Þetta er besti bjór sem ég hef smakkað og maður hefur nú smakkað þá ófáa gegnum tíðina. Ég vona að öll leyfi verði komin í lok ágúst.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira