Garðar Gunnlaugs snýr aftur í fyrirsætubransann 2. ágúst 2011 10:00 Garðar Gunnlaugsson kanttspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta er byrjaður að sitja aftur fyrir í auglýsingum hjá Hagkaupum. „Þetta er eins og að koma heim,“ segir Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta. Andlit Garðars hefur prýtt síður dagblaða á Íslandi undanfarna daga en hann situr fyrir í auglýsingu Hagkaupa á gúmmítúttum. Auglýsingin var ljósmynduð í byrjun sumars þegar Garðar var staddur hér á landi í fríi. „Eru það gúmmítúttur? Það er fyndið. Hagkaup biður mig alltaf um að hafa samband þegar ég er á landinu og mér finnst þetta skemmtileg vinna,“ segir Garðar, en hann var að jafna sig eftir aðgerð á mjóbaki á sjúkrahúsi í Þýskalandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Garðar byrjaði að sitja fyrir árið 2003 í kjölfar sigurs í Herra Ísland. Honum hefur reglulega brugðið fyrir í Hagkaupsbæklingnum, en hefur ekki sést á síðum bæklingsins síðustu misseri enda búsettur erlendis. „Já, vá ég er búinn að vera í þessu með hléum í átta ár. Það er alltaf sama teymi á bak við þessar myndatökur svo það er yndisleg stemming í stúdíóinu,“ segir Garðar og útilokar ekki að rifja upp gamla takta og sitja fyrir á nærfötunum einum saman í framtíðinni. Síðast þegar hann gerði það var það með eiginkonu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttir. „Það var skemmtileg myndataka. Á meðan mér finnst þetta gaman tek ég eina og eina auglýsingu þegar ég er heima í fríi.“ Garðar greindist með brjósklos í baki fyrr í sumar og þurfti því að hætta við að ganga til liðs við íslenska fótboltaliðið ÍBV eins og til stóð. Hann segir það hafa verið mikil vonbrigði því hann var farinn að hlakka til að spila aftur á Íslandi. Nú er hann hins vegar á leið aftur til Búlgaríu þar sem fjölskyldan bíður eftir honum. „Það er fullt að gera hjá Ásdísi. Ég má hins vegar ekkert æfa í sex vikur og fer svo í að koma mér í form,“ segir Garðar og bætir við að hann verði heimavinnandi húsfaðir og Ásdís sú sem vinnur fyrir heimilinu í Búlgaríu. „Hún hefur alltaf verið mjög dugleg kona og er búin að skapa sér stórt nafn í Búlgaríu.“ Garðar bætti nýverið í ferilskrá sína þegar hann hóf að framleiða bjór í Lettlandi. Bjórinn nefnist Krummi og bíður Garðar einungis eftir að fá leyfi fyrir innflutningi bjórsins, sem bíður tilbúinn á hafnarbakkanum í Lettlandi. „Þetta er besti bjór sem ég hef smakkað og maður hefur nú smakkað þá ófáa gegnum tíðina. Ég vona að öll leyfi verði komin í lok ágúst.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Þetta er eins og að koma heim,“ segir Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta. Andlit Garðars hefur prýtt síður dagblaða á Íslandi undanfarna daga en hann situr fyrir í auglýsingu Hagkaupa á gúmmítúttum. Auglýsingin var ljósmynduð í byrjun sumars þegar Garðar var staddur hér á landi í fríi. „Eru það gúmmítúttur? Það er fyndið. Hagkaup biður mig alltaf um að hafa samband þegar ég er á landinu og mér finnst þetta skemmtileg vinna,“ segir Garðar, en hann var að jafna sig eftir aðgerð á mjóbaki á sjúkrahúsi í Þýskalandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Garðar byrjaði að sitja fyrir árið 2003 í kjölfar sigurs í Herra Ísland. Honum hefur reglulega brugðið fyrir í Hagkaupsbæklingnum, en hefur ekki sést á síðum bæklingsins síðustu misseri enda búsettur erlendis. „Já, vá ég er búinn að vera í þessu með hléum í átta ár. Það er alltaf sama teymi á bak við þessar myndatökur svo það er yndisleg stemming í stúdíóinu,“ segir Garðar og útilokar ekki að rifja upp gamla takta og sitja fyrir á nærfötunum einum saman í framtíðinni. Síðast þegar hann gerði það var það með eiginkonu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttir. „Það var skemmtileg myndataka. Á meðan mér finnst þetta gaman tek ég eina og eina auglýsingu þegar ég er heima í fríi.“ Garðar greindist með brjósklos í baki fyrr í sumar og þurfti því að hætta við að ganga til liðs við íslenska fótboltaliðið ÍBV eins og til stóð. Hann segir það hafa verið mikil vonbrigði því hann var farinn að hlakka til að spila aftur á Íslandi. Nú er hann hins vegar á leið aftur til Búlgaríu þar sem fjölskyldan bíður eftir honum. „Það er fullt að gera hjá Ásdísi. Ég má hins vegar ekkert æfa í sex vikur og fer svo í að koma mér í form,“ segir Garðar og bætir við að hann verði heimavinnandi húsfaðir og Ásdís sú sem vinnur fyrir heimilinu í Búlgaríu. „Hún hefur alltaf verið mjög dugleg kona og er búin að skapa sér stórt nafn í Búlgaríu.“ Garðar bætti nýverið í ferilskrá sína þegar hann hóf að framleiða bjór í Lettlandi. Bjórinn nefnist Krummi og bíður Garðar einungis eftir að fá leyfi fyrir innflutningi bjórsins, sem bíður tilbúinn á hafnarbakkanum í Lettlandi. „Þetta er besti bjór sem ég hef smakkað og maður hefur nú smakkað þá ófáa gegnum tíðina. Ég vona að öll leyfi verði komin í lok ágúst.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp