Herjólfur ferjar 300 þúsund farþega í ár 28. júlí 2011 08:30 Það hefur heldur betur glæðst mannlífið í Heimaey eftir að Landaeyjahöfn var tekin í notkun enda stöðugur straumur af farþegum út í Eyjar. Mynd/Stefán Theodóra Ágústsdóttir Útlit er fyrir að Herjólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þúsund síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tímabili í fyrravetur. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mannlíf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmannaeyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprottið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, segist finna vel fyrir þessum breytingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þorlákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun er fataverslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslukona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Theodóra Ágústsdóttir Útlit er fyrir að Herjólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þúsund síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tímabili í fyrravetur. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mannlíf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmannaeyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprottið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, segist finna vel fyrir þessum breytingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þorlákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun er fataverslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslukona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira