Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís 22. júlí 2011 15:00 Afurðir Búkollu eru til margs nýtilegar. Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís. „Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira