Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís 22. júlí 2011 15:00 Afurðir Búkollu eru til margs nýtilegar. Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís. „Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
„Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira