Íslenskir prestar bjarga sóknum í Norður-Noregi 18. júlí 2011 06:00 Arnaldur Bárðarson við kirkjuna í Hemne þar sem hann hefur þjónað síðan í ársbyrjun 2010. Hemne Kirkja Vegna prestaskorts líta Norðmenn nú til Íslands í leit sinni að þjónum kirkjunnar. Starfsmannastjóri Niðaróssbiskupsdæmis, Steinar Skomedal, kom til Íslands síðastliðið haust og kynnti um leið starfsaðstæður í Noregi fyrir íslenskum prestum og guðfræðingum. „Við höfðum fengið fyrirspurnir frá Íslandi og þar sem ég átti erindi til Íslands spurði ég biskup Íslands hvort ég gæti ekki haldið kynningarfund um leið. Ég lagði áherslu á að við ætluðum ekki reyna að ná í duglega presta frá Íslandi, heldur gæti þetta verið tækifæri fyrir atvinnulausa presta. Það komu talsvert margir á þann fund,“ segir Skomedal. Hann segir prestaskort einkum vera í nyrðri héruðum Noregs þar sem nýútskrifaðir guðfræðingar sæki helst um stöður nálægt Ósló og öðrum stórum borgum. Samkvæmt fyrirsögnum norskra fjölmiðla hafa íslenskir prestar bjargað sóknum í Norður-Noregi. „Það hafa fimm íslenskir prestar ráðið sig til starfa í okkar biskupsdæmi og við erum mjög ánægð með þá sem hafa komið,“ bætir Skomedal við. Arnaldur Bárðarson er einn þeirra íslensku presta sem starfa í sóknunum kringum Þrándheim. Þangað kom hann í janúar 2010 eftir að hafa þjónað sem prestur í íslensku þjóðkirkjunni í fjórtán ár, síðast í Glerárkirkju á Akureyri. „Ég var búinn að ákveða að fara í námsleyfi á þessum tíma en þau voru felld niður í kreppunni. Ég ákvað samt að breyta til og sótti um hér í Niðaróssbiskupsdæmi. Mér líkar afskaplega vel hér í Hemne og ég sé ekki fram á að ég komi aftur til starfa á Íslandi,“ greinir Arnaldur frá. Hann kveðst hafa verið að brenna út í starfi sínu í Glerárkirkju. „Félagsleg vandamál fólks voru orðin svo mikil. Það var erfitt að taka á móti fólki á skrifstofunni og heyra sorgarsögur þeirra sem voru að missa vinnuna sína og húsin sín og áttu ekki fyrir mat. Ég gat rétt þeim kort frá Hjálparstarfi kirkjunnar með nokkurra þúsunda króna inneign til þess að kaupa nauðþurftir fyrir næstu daga. Ég þoldi þetta ekki. Við bjuggum í landi sem ætti að geta verið ríkasta land heims miðað við náttúruauðlindir. Ég gat ekki horft upp á þetta óréttlæti.“ Arnaldur var reiður þegar hann fór frá Íslandi. „Mér er runnin reiðin en ég finn enn til með þeim sem eiga í erfiðleikum og einkum þegar ég ber saman ástandið við veruleikann hér í Noregi. Hér lækka lánin þegar maður greiðir af þeim, öfugt við það sem gerist á Íslandi. Ég keypti mér bíl við komuna hingað og lánið sem ég tók í sparisjóðnum er að hverfa. Ég er með tvöfalt hærri laun sem prestur hér en heima á Íslandi. Konan mín sem var sérkennari á Íslandi er nú kennari innan kirkjunnar hér og hennar laun eru þrefalt hærri en á Íslandi. Mánaðarleiga fyrir hús hér úti á landsbyggðinni er 60 til 80 þúsund íslenskar krónur. Hér er hægt að lifa ódýrt.“ Norskt samfélag er afar fjölskylduvænt, að sögn Arnaldar. „Vinnutíminn er miklu styttri. Lyflæknisþjónusta og tannlækningar eru gjaldfrjálsar fyrir börn undir 16 ára aldri og það munar um slíkt þegar börnin eru fimm eins og í okkar fjölskyldu.“ Íslenski presturinn í Hemne segir gott að vera þjónn norsku kirkjunnar. „Það er vel séð fyrir öllu. Fólkið er elskulegt og það lítur ekki á Íslendinga sem útlendinga.“ Arnaldur telur að í öllum Noregi starfi nú um tíu íslenskir prestar. „Það eru nokkrar umsóknir í gangi og nokkrir eru að hugsa sig um. Ég held að það komi bylgja af íslenskum guðfræðingum hingað. Atvinnumöguleikarnir fyrir þá eru litlir á Íslandi.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Hemne Kirkja Vegna prestaskorts líta Norðmenn nú til Íslands í leit sinni að þjónum kirkjunnar. Starfsmannastjóri Niðaróssbiskupsdæmis, Steinar Skomedal, kom til Íslands síðastliðið haust og kynnti um leið starfsaðstæður í Noregi fyrir íslenskum prestum og guðfræðingum. „Við höfðum fengið fyrirspurnir frá Íslandi og þar sem ég átti erindi til Íslands spurði ég biskup Íslands hvort ég gæti ekki haldið kynningarfund um leið. Ég lagði áherslu á að við ætluðum ekki reyna að ná í duglega presta frá Íslandi, heldur gæti þetta verið tækifæri fyrir atvinnulausa presta. Það komu talsvert margir á þann fund,“ segir Skomedal. Hann segir prestaskort einkum vera í nyrðri héruðum Noregs þar sem nýútskrifaðir guðfræðingar sæki helst um stöður nálægt Ósló og öðrum stórum borgum. Samkvæmt fyrirsögnum norskra fjölmiðla hafa íslenskir prestar bjargað sóknum í Norður-Noregi. „Það hafa fimm íslenskir prestar ráðið sig til starfa í okkar biskupsdæmi og við erum mjög ánægð með þá sem hafa komið,“ bætir Skomedal við. Arnaldur Bárðarson er einn þeirra íslensku presta sem starfa í sóknunum kringum Þrándheim. Þangað kom hann í janúar 2010 eftir að hafa þjónað sem prestur í íslensku þjóðkirkjunni í fjórtán ár, síðast í Glerárkirkju á Akureyri. „Ég var búinn að ákveða að fara í námsleyfi á þessum tíma en þau voru felld niður í kreppunni. Ég ákvað samt að breyta til og sótti um hér í Niðaróssbiskupsdæmi. Mér líkar afskaplega vel hér í Hemne og ég sé ekki fram á að ég komi aftur til starfa á Íslandi,“ greinir Arnaldur frá. Hann kveðst hafa verið að brenna út í starfi sínu í Glerárkirkju. „Félagsleg vandamál fólks voru orðin svo mikil. Það var erfitt að taka á móti fólki á skrifstofunni og heyra sorgarsögur þeirra sem voru að missa vinnuna sína og húsin sín og áttu ekki fyrir mat. Ég gat rétt þeim kort frá Hjálparstarfi kirkjunnar með nokkurra þúsunda króna inneign til þess að kaupa nauðþurftir fyrir næstu daga. Ég þoldi þetta ekki. Við bjuggum í landi sem ætti að geta verið ríkasta land heims miðað við náttúruauðlindir. Ég gat ekki horft upp á þetta óréttlæti.“ Arnaldur var reiður þegar hann fór frá Íslandi. „Mér er runnin reiðin en ég finn enn til með þeim sem eiga í erfiðleikum og einkum þegar ég ber saman ástandið við veruleikann hér í Noregi. Hér lækka lánin þegar maður greiðir af þeim, öfugt við það sem gerist á Íslandi. Ég keypti mér bíl við komuna hingað og lánið sem ég tók í sparisjóðnum er að hverfa. Ég er með tvöfalt hærri laun sem prestur hér en heima á Íslandi. Konan mín sem var sérkennari á Íslandi er nú kennari innan kirkjunnar hér og hennar laun eru þrefalt hærri en á Íslandi. Mánaðarleiga fyrir hús hér úti á landsbyggðinni er 60 til 80 þúsund íslenskar krónur. Hér er hægt að lifa ódýrt.“ Norskt samfélag er afar fjölskylduvænt, að sögn Arnaldar. „Vinnutíminn er miklu styttri. Lyflæknisþjónusta og tannlækningar eru gjaldfrjálsar fyrir börn undir 16 ára aldri og það munar um slíkt þegar börnin eru fimm eins og í okkar fjölskyldu.“ Íslenski presturinn í Hemne segir gott að vera þjónn norsku kirkjunnar. „Það er vel séð fyrir öllu. Fólkið er elskulegt og það lítur ekki á Íslendinga sem útlendinga.“ Arnaldur telur að í öllum Noregi starfi nú um tíu íslenskir prestar. „Það eru nokkrar umsóknir í gangi og nokkrir eru að hugsa sig um. Ég held að það komi bylgja af íslenskum guðfræðingum hingað. Atvinnumöguleikarnir fyrir þá eru litlir á Íslandi.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent