Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Víðlesið Nóbelsskáld Bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, hefur selst í þremur til fjórum milljónum eintaka. Erfitt er hins vegar að fá sölutölur staðfestar, þar sem hvergi er til heillegur listi yfir seld eintök bóka Nóbelsskáldsins. Arnaldur Indriðason hefur selt yfir sjö milljónir eintaka en þrjár bækur hans hafa rofið milljón eintaka múrinn. Sjálfstætt fólk er þó enn mest selda bókin eftir Íslending. Bækur Halldórs Laxness hafa selst í sjö til átta milljónum eintaka. Þær hafa verið þýddar á yfir fimm tugi tungumála og gefnar út í sex hundruð útgáfum um allan heim. Sjálfstætt fólk er enn mest selda bókin eftir Íslending. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjálfur James Bond, Daniel Craig, hefði gengið inn í bókabúð í smábænum Oswestry í Shropshire-sýslu og beðið sérstaklega um Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Bókin var þá ekki til en bóksalinn útvegaði sér hana skömmu seinna og hyggst hafa hana tilbúna handa Craig þegar hann rekur inn nefið næst. Valgerður Benediktsdóttir hjá réttindastofu Forlagsins segir í samtali við Fréttablaðið að þegar bókin hafi komið útí Bandaríkjunum árið 1946 hafi hálf milljón eintaka selst á tveimur vikum. „Bókin kom líka út í stóru upplagi á sínum tíma í ýmsum löndum, eins og Sovétríkjunum sálugu, Kína og Indlandi. Beinharðar sölutölur eru hins vegar hvergi til enda langt um liðið. Ég gæti skotið á að bókin hafi selst í þremur til fjórum milljónum eintaka en það er þó skot út í loftið." Valgerður segir að Sjálfstætt fólk sé mest selda bók eftir Íslending fyrr og síðar. Bækur Arnalds Indriðasonar gætu þó farið að skáka þeim titli á næstu árum.„Að minnsta kosti þrjár bækur Arnalds hafa rofið milljón eintaka múrinn; Mýrin, Napóleonsskjölin og Grafarþögn. Napóleonsskjölin seldust til að mynda í yfir einni milljón eintaka bara í Þýskalandi," segir Valgerður, en samkvæmt síðustu sölutölum hefur Arnaldur selt ríflega sjö milljónir eintaka. Halldór er þó eflaust enn einn viðförlasti rithöfundur Íslands því bækur hans hafa verið þýddar yfir á tæplega fimmtíu tungumál og komið út í á sjötta hundrað útgáfum um allan heim, Sjálfstætt fólk er sú bók Halldórs sem víðast hefur farið. Valgerður segir hins vegar nánast vonlaust að skjóta á heildartölu seldra bóka hjá Halldóri. „Sölutölur frá fimmtíu ára tímabili liggja hvergi á lausu, þannig að þetta verður aldrei nákvæmt. Það er vitað að oft á tíðum bárust hvorki íslenskum útgefanda Halldórs né Halldóri sjálfum söluyfirlit að utan og jafnframt er vitað að oft voru bækur hans endurprentaðar án þess að viðkomandi forlög sendu upplýsingar um slíkt hingað til lands. Ég hef persónulega viljað halda mig nálægt sjö til átta milljónum eintaka en ég hef alltaf viljað stíga varlega til jarðar hvað slíkar tölur varðar." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Bækur Halldórs Laxness hafa selst í sjö til átta milljónum eintaka. Þær hafa verið þýddar á yfir fimm tugi tungumála og gefnar út í sex hundruð útgáfum um allan heim. Sjálfstætt fólk er enn mest selda bókin eftir Íslending. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjálfur James Bond, Daniel Craig, hefði gengið inn í bókabúð í smábænum Oswestry í Shropshire-sýslu og beðið sérstaklega um Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Bókin var þá ekki til en bóksalinn útvegaði sér hana skömmu seinna og hyggst hafa hana tilbúna handa Craig þegar hann rekur inn nefið næst. Valgerður Benediktsdóttir hjá réttindastofu Forlagsins segir í samtali við Fréttablaðið að þegar bókin hafi komið útí Bandaríkjunum árið 1946 hafi hálf milljón eintaka selst á tveimur vikum. „Bókin kom líka út í stóru upplagi á sínum tíma í ýmsum löndum, eins og Sovétríkjunum sálugu, Kína og Indlandi. Beinharðar sölutölur eru hins vegar hvergi til enda langt um liðið. Ég gæti skotið á að bókin hafi selst í þremur til fjórum milljónum eintaka en það er þó skot út í loftið." Valgerður segir að Sjálfstætt fólk sé mest selda bók eftir Íslending fyrr og síðar. Bækur Arnalds Indriðasonar gætu þó farið að skáka þeim titli á næstu árum.„Að minnsta kosti þrjár bækur Arnalds hafa rofið milljón eintaka múrinn; Mýrin, Napóleonsskjölin og Grafarþögn. Napóleonsskjölin seldust til að mynda í yfir einni milljón eintaka bara í Þýskalandi," segir Valgerður, en samkvæmt síðustu sölutölum hefur Arnaldur selt ríflega sjö milljónir eintaka. Halldór er þó eflaust enn einn viðförlasti rithöfundur Íslands því bækur hans hafa verið þýddar yfir á tæplega fimmtíu tungumál og komið út í á sjötta hundrað útgáfum um allan heim, Sjálfstætt fólk er sú bók Halldórs sem víðast hefur farið. Valgerður segir hins vegar nánast vonlaust að skjóta á heildartölu seldra bóka hjá Halldóri. „Sölutölur frá fimmtíu ára tímabili liggja hvergi á lausu, þannig að þetta verður aldrei nákvæmt. Það er vitað að oft á tíðum bárust hvorki íslenskum útgefanda Halldórs né Halldóri sjálfum söluyfirlit að utan og jafnframt er vitað að oft voru bækur hans endurprentaðar án þess að viðkomandi forlög sendu upplýsingar um slíkt hingað til lands. Ég hef persónulega viljað halda mig nálægt sjö til átta milljónum eintaka en ég hef alltaf viljað stíga varlega til jarðar hvað slíkar tölur varðar." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent