Kjötframleiðsla gæti aukist um fimmtung 13. maí 2011 07:00 „Bændur segjast á næstu fimm árum treysta sér til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent," segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Vegna horfa á auknum útflutningi segir hann möguleika til aukinnar framleiðslu hafa verið til umræðu á fundum með bændum. Samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi (þar af voru 8.277 tonn lambakjöt). Fimmtungsframleiðsluaukning myndi því þýða að hér yrðu framleidd rétt tæp ellefu þúsund tonn af kindakjöti. Innan þeirrar aukningar myndi því rúmast sú 2.200 tonna útflutningstollkvótaaukning sem sláturleyfishafar hafa farið fram á að Íslendingar semji um við Evrópusambandið. Í fyrra var hins vegar alls flutt út 3.571 tonn af heildarframleiðslunni, eða tæp 39 prósent. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman," segir hann.Sindri SigurgeirssonBændur segir Sindri hins vegar mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukningar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrgum hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta byggingar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft." Þá segir Sindri bændur ræða mikið um nauðsyn þess að sláturleyfishafar eigi í samstarfi um útflutning kjöts úr landi. „Við leggjum áherslu á að heimamarkaði sé sinnt fullkomlega. Svo geta hlutir náttúrlega farið á versta veg, krónan getur styrkst, eftirspurn breyst og allt hrunið á einni nóttu," segir hann og vísar til mögulegra áfalla á borð við fregnir af díoxínmengun og annað slíkt. „Menn þurfa að vera við öllu búnir og mikilvægt er að anda með nefinu í þessu eins og öðru." Núna sjái íslenskir bændur hins vegar sóknarfæri í að koma íslensku lambakjöti á framfæri í þeim samdrætti sem nú sé á heimsmarkaði. Lykillinn að varanlegum árangri í því sé að marka íslensku kjöti sérstöðu. „Þá kemur ekkert annað kjöt í staðinn fyrir það." olikr@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Bændur segjast á næstu fimm árum treysta sér til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent," segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Vegna horfa á auknum útflutningi segir hann möguleika til aukinnar framleiðslu hafa verið til umræðu á fundum með bændum. Samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi (þar af voru 8.277 tonn lambakjöt). Fimmtungsframleiðsluaukning myndi því þýða að hér yrðu framleidd rétt tæp ellefu þúsund tonn af kindakjöti. Innan þeirrar aukningar myndi því rúmast sú 2.200 tonna útflutningstollkvótaaukning sem sláturleyfishafar hafa farið fram á að Íslendingar semji um við Evrópusambandið. Í fyrra var hins vegar alls flutt út 3.571 tonn af heildarframleiðslunni, eða tæp 39 prósent. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman," segir hann.Sindri SigurgeirssonBændur segir Sindri hins vegar mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukningar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrgum hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta byggingar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft." Þá segir Sindri bændur ræða mikið um nauðsyn þess að sláturleyfishafar eigi í samstarfi um útflutning kjöts úr landi. „Við leggjum áherslu á að heimamarkaði sé sinnt fullkomlega. Svo geta hlutir náttúrlega farið á versta veg, krónan getur styrkst, eftirspurn breyst og allt hrunið á einni nóttu," segir hann og vísar til mögulegra áfalla á borð við fregnir af díoxínmengun og annað slíkt. „Menn þurfa að vera við öllu búnir og mikilvægt er að anda með nefinu í þessu eins og öðru." Núna sjái íslenskir bændur hins vegar sóknarfæri í að koma íslensku lambakjöti á framfæri í þeim samdrætti sem nú sé á heimsmarkaði. Lykillinn að varanlegum árangri í því sé að marka íslensku kjöti sérstöðu. „Þá kemur ekkert annað kjöt í staðinn fyrir það." olikr@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30