Nær að fjölga hreindýrum en hækka veiðileyfin 12. maí 2011 07:00 Elvar Árni Lund Mörgum þykir þegar nóg um greiðan aðgang útlendinga að hreindýraveiðum á Íslandi, segir formaður Skotveiðifélags Íslands. Mynd/Engilbert Hafsteinsson „Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira