Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf 28. maí 2011 09:00 Hreinsunarstarf á hamfarasvæðinu á Suðurlandi gekk að óskum í gær. Slökkvilið frá mörgum sveitarfélögum voru við störf með hjálp björgunarsveita. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar enn og viðbúnaðarstig hefur verið lækkað. Mynd/Stefán Karlsson Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent