Who Knew á Hróarskeldu 8. apríl 2011 07:00 Who Knew kemur fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu í sumar. Mynd/Valli Sumarið er tími tónlistarhátíðanna og það vita strákarnir í hljómsveitinni Who Knew. Þeir koma fram víða í Evrópu í sumar þar á meðal á Hróarskelduhátíðinni víðfrægu. „Þegar ég stóð þarna á Hróarskeldu og horfði á þessar brjálæðislega stóru hljómsveitir spila, þá hugsaði ég hversu gaman það væri að fá að taka í hljóðfærin fyrir framan allt þetta lið,“ segir Hilmir Berg Ragnarsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Who Knew. Who Knew hefur bæst við listann yfir hljómsveitirnar sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni kemur hljómsveitin Agent Fresco einnig fram á hátíðinni, en óvíst er hvort fleiri íslenskar hljómsveitir bætast við. Who Knew kemur fram á Pavillion Junior, sama sviði og Agent Fresco. „Við eigum allir brjálæðislega góðar minningar frá þessari hátíð; að upplifa fyrsta frelsið sem unglingur og fara til útlanda, drekka sig blindfullan í landi þar sem það má – vera eins og vitleysingur í tjaldi í viku og koma heim drulluskítugur og reynslunni ríkari,“ segir Hilmir. Who Knew kemur einnig fram á fjölmörgum öðrum hátíðum í Evrópu í sumar. Hljómsveitin kemur meðal annars við í Þýskalandi, Sviss, Frakklandi og Austurríki. „Sumarið er svolítið pakkað hjá okkur, en við vildum ekki vera í allt sumar úti. Þannig að við sögðum nei við einhverju,“ segir Hilmir. „Meirihlutinn er litlar hátíðir, líkt og Airwaves.“ Who Knew eyddi stórum hluta síðasta sumars í Berlín og kom fram víða í Evrópu. Á þessum ferðalögum kynntust meðlimir hljómsveitarinnar ýmsum kynlegum kvistum. „Brjáluðu aðdáendurnir krydda þetta svolítið,“ segir Hilmir. „Ákveðin týpa af fólki fer yfir þessi kunningjamörk frekar fljótt og bætir manni við sem vini á Facebook og sendir póst vikulega. Þetta er fólk sem við hittum kannski í tíu mínútur á Ítalíu. Þetta er rosalega fyndið. Allir í hljómsveitinni eiga einn eða tvo sem hafa stöðugt samband. En það er skrítið að tala um klikkaða aðdáendur. Þetta er bara fólk sem tók það að fíla hljómsveitina skrefi lengra.“ Who Knew kemur fram á Græna hattinum á Akureyri í kvöld ásamt hljómsveitunum Cliff Clavin og Agent Fresco. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Sumarið er tími tónlistarhátíðanna og það vita strákarnir í hljómsveitinni Who Knew. Þeir koma fram víða í Evrópu í sumar þar á meðal á Hróarskelduhátíðinni víðfrægu. „Þegar ég stóð þarna á Hróarskeldu og horfði á þessar brjálæðislega stóru hljómsveitir spila, þá hugsaði ég hversu gaman það væri að fá að taka í hljóðfærin fyrir framan allt þetta lið,“ segir Hilmir Berg Ragnarsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Who Knew. Who Knew hefur bæst við listann yfir hljómsveitirnar sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni kemur hljómsveitin Agent Fresco einnig fram á hátíðinni, en óvíst er hvort fleiri íslenskar hljómsveitir bætast við. Who Knew kemur fram á Pavillion Junior, sama sviði og Agent Fresco. „Við eigum allir brjálæðislega góðar minningar frá þessari hátíð; að upplifa fyrsta frelsið sem unglingur og fara til útlanda, drekka sig blindfullan í landi þar sem það má – vera eins og vitleysingur í tjaldi í viku og koma heim drulluskítugur og reynslunni ríkari,“ segir Hilmir. Who Knew kemur einnig fram á fjölmörgum öðrum hátíðum í Evrópu í sumar. Hljómsveitin kemur meðal annars við í Þýskalandi, Sviss, Frakklandi og Austurríki. „Sumarið er svolítið pakkað hjá okkur, en við vildum ekki vera í allt sumar úti. Þannig að við sögðum nei við einhverju,“ segir Hilmir. „Meirihlutinn er litlar hátíðir, líkt og Airwaves.“ Who Knew eyddi stórum hluta síðasta sumars í Berlín og kom fram víða í Evrópu. Á þessum ferðalögum kynntust meðlimir hljómsveitarinnar ýmsum kynlegum kvistum. „Brjáluðu aðdáendurnir krydda þetta svolítið,“ segir Hilmir. „Ákveðin týpa af fólki fer yfir þessi kunningjamörk frekar fljótt og bætir manni við sem vini á Facebook og sendir póst vikulega. Þetta er fólk sem við hittum kannski í tíu mínútur á Ítalíu. Þetta er rosalega fyndið. Allir í hljómsveitinni eiga einn eða tvo sem hafa stöðugt samband. En það er skrítið að tala um klikkaða aðdáendur. Þetta er bara fólk sem tók það að fíla hljómsveitina skrefi lengra.“ Who Knew kemur fram á Græna hattinum á Akureyri í kvöld ásamt hljómsveitunum Cliff Clavin og Agent Fresco. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira