Lífið

Hannar fatnað fyrir Norðurlandabúa

Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu fatalínu stjörnustílistans Rachel Zoe í samvinnu við sænsku verslanakeðjuna Lindex.
Nordicphotos/getty
Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu fatalínu stjörnustílistans Rachel Zoe í samvinnu við sænsku verslanakeðjuna Lindex. Nordicphotos/getty
Stjörnustílistinn Rachel Zoe hefur hannað heila fatalínu fyrir sænsku fataverslanakeðjuna Lindex sem kemur í verslanir í vor.

 

Zoe skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hafa séð til þess að Nicole Richie, Lindsay Lohan og önnur ungstirni í Hollywood klæddu sig samkvæmt nýjustu tísku og hefur undanfarin ár verið með eigin rauveruleikaþátt um lífið í tískubransanum vestanhafs. Nú starfar Zoe sem ein af ritstýrum Harper’s Bazaar og þykir ein af best klæddu konum heims og því mikill hvalreki fyrir sænsku verslanakeðjuna. Lindex er þekkt meðal íslenskra kvenna enda einn helsti keppinautur verslunarrisans Hennes & Mauritz á Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.