Dómur um heildsölulán fellur í dag 1. apríl 2011 06:45 Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag. Í mati samninganefndar Íslands í Icesave-málinu á kostnaði ríkisins vegna Icesave er ekki reiknað með hagstæðri niðurstöðu í dómsölunum. Verði niðurstaðan í öðru hvoru málinu hagstæð ætti íslenska ríkið að sleppa alfarið við kostnað vegna Icesave. Í dag verður kveðinn upp dómur í níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu í raun forgangskröfur í bú hinna gjaldþrota íslensku banka. Skilanefnd Landsbankans hefur skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en aðrir kröfuhafar hafa höfðað mál til að fá því hnekkt. Teljist heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki forgangskröfur lækka forgangskröfur í bú Landsbankans úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Slitastjórnin metur eignasafn þrotabúsins á 1.175 milljarða króna. Sé það mat rétt myndi kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave-málsins verða enginn, þar sem tryggingasjóðurinn fengi allar sínar kröfur greiddar. Hitt lagalega atriðið sem tekist er á um er hvort íslenski tryggingasjóðurinn eigi forgang til greiðslna úr búinu umfram aðra innstæðutryggingasjóði. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður hefur haldið því fram að svo sé. Tryggingasjóðurinn hefur höfðað mál til að freista þess að fá þetta staðfest. Gerist það fær sjóðurinn allar sínar kröfur greiddar upp í topp og kostnaður skattgreiðenda verður enginn. Fréttir Icesave Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag. Í mati samninganefndar Íslands í Icesave-málinu á kostnaði ríkisins vegna Icesave er ekki reiknað með hagstæðri niðurstöðu í dómsölunum. Verði niðurstaðan í öðru hvoru málinu hagstæð ætti íslenska ríkið að sleppa alfarið við kostnað vegna Icesave. Í dag verður kveðinn upp dómur í níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu í raun forgangskröfur í bú hinna gjaldþrota íslensku banka. Skilanefnd Landsbankans hefur skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en aðrir kröfuhafar hafa höfðað mál til að fá því hnekkt. Teljist heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki forgangskröfur lækka forgangskröfur í bú Landsbankans úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Slitastjórnin metur eignasafn þrotabúsins á 1.175 milljarða króna. Sé það mat rétt myndi kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave-málsins verða enginn, þar sem tryggingasjóðurinn fengi allar sínar kröfur greiddar. Hitt lagalega atriðið sem tekist er á um er hvort íslenski tryggingasjóðurinn eigi forgang til greiðslna úr búinu umfram aðra innstæðutryggingasjóði. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður hefur haldið því fram að svo sé. Tryggingasjóðurinn hefur höfðað mál til að freista þess að fá þetta staðfest. Gerist það fær sjóðurinn allar sínar kröfur greiddar upp í topp og kostnaður skattgreiðenda verður enginn.
Fréttir Icesave Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira