Dómur um heildsölulán fellur í dag 1. apríl 2011 06:45 Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag. Í mati samninganefndar Íslands í Icesave-málinu á kostnaði ríkisins vegna Icesave er ekki reiknað með hagstæðri niðurstöðu í dómsölunum. Verði niðurstaðan í öðru hvoru málinu hagstæð ætti íslenska ríkið að sleppa alfarið við kostnað vegna Icesave. Í dag verður kveðinn upp dómur í níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu í raun forgangskröfur í bú hinna gjaldþrota íslensku banka. Skilanefnd Landsbankans hefur skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en aðrir kröfuhafar hafa höfðað mál til að fá því hnekkt. Teljist heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki forgangskröfur lækka forgangskröfur í bú Landsbankans úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Slitastjórnin metur eignasafn þrotabúsins á 1.175 milljarða króna. Sé það mat rétt myndi kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave-málsins verða enginn, þar sem tryggingasjóðurinn fengi allar sínar kröfur greiddar. Hitt lagalega atriðið sem tekist er á um er hvort íslenski tryggingasjóðurinn eigi forgang til greiðslna úr búinu umfram aðra innstæðutryggingasjóði. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður hefur haldið því fram að svo sé. Tryggingasjóðurinn hefur höfðað mál til að freista þess að fá þetta staðfest. Gerist það fær sjóðurinn allar sínar kröfur greiddar upp í topp og kostnaður skattgreiðenda verður enginn. Fréttir Icesave Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag. Í mati samninganefndar Íslands í Icesave-málinu á kostnaði ríkisins vegna Icesave er ekki reiknað með hagstæðri niðurstöðu í dómsölunum. Verði niðurstaðan í öðru hvoru málinu hagstæð ætti íslenska ríkið að sleppa alfarið við kostnað vegna Icesave. Í dag verður kveðinn upp dómur í níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu í raun forgangskröfur í bú hinna gjaldþrota íslensku banka. Skilanefnd Landsbankans hefur skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en aðrir kröfuhafar hafa höfðað mál til að fá því hnekkt. Teljist heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki forgangskröfur lækka forgangskröfur í bú Landsbankans úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Slitastjórnin metur eignasafn þrotabúsins á 1.175 milljarða króna. Sé það mat rétt myndi kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave-málsins verða enginn, þar sem tryggingasjóðurinn fengi allar sínar kröfur greiddar. Hitt lagalega atriðið sem tekist er á um er hvort íslenski tryggingasjóðurinn eigi forgang til greiðslna úr búinu umfram aðra innstæðutryggingasjóði. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður hefur haldið því fram að svo sé. Tryggingasjóðurinn hefur höfðað mál til að freista þess að fá þetta staðfest. Gerist það fær sjóðurinn allar sínar kröfur greiddar upp í topp og kostnaður skattgreiðenda verður enginn.
Fréttir Icesave Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira