Sama áhættan tapist dómsmál 1. apríl 2011 04:15 Lárus Blöndal Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“ Fréttir Icesave Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“
Fréttir Icesave Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira