Aðkoma NATO er í samræmi við stefnu 29. mars 2011 06:00 Össur Skarphéðinsson. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira