Lífið

Fórnarlamb Galliano kemur honum til varnar

Hönnuðurinn John Galliano var á dögunum handtekinn fyrir ill ummæli í garð annarra gesta á veitingahúsi einu í París. Réttað verður yfir Galliano einhvern tímann á milli apríl og júní og verði hann fundinn sekur um kynþáttafordóma getur hann átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisvist auk peningasektar.

Í kjölfar ásakananna var Galliano sagt upp störfum sem yfirhönnuði Dior-tískuhússins og telja margir að hann eigi ekki afturgengt inn í heim tískunnar. Galliano hefur þó borist hjálp úr óvæntri átt því Philippe Virgiti, maðurinn sem kærði Galliano fyrir ummælin, sagði í viðtali við Le Parisien að honum þætti málið allt hið versta.

„Það varð svo mikið fjölmiðlafár í kringum þetta atvik. Þetta var aðeins rifrildi milli tveggja aðila á bar. John Galliano á þetta ekki skilið og ég vil ekki sjá að ferill hans verði eyðilagður," sagði Virgiti og bætti við: „Ég held að hann sé ekki fordómafullur. Ég held að hann sé veikur og að honum hafi verið ögrað."

Hvort þessi ummæli Virgiti hafi einhver áhrif á gang mála á þó eftir að koma í ljós. -sm

Hér fyrir ofan má sjá myndbandið þar sem Galliano lýsir meðal annars aðdáun sinni á Hitler. The Sun birti það í kjölfar kæru Virgiti og það varð til þess að Galliano var endanlega rekinn frá Dior.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.