Lífið

Fermingarbörn taka skírn í kvöldkirkju

Skírnarfonturinn í Dómkirkjunni er eftir Bertel Thorvaldsen og þar má sjá Jóhannes skírara skíra Jesú.
Skírnarfonturinn í Dómkirkjunni er eftir Bertel Thorvaldsen og þar má sjá Jóhannes skírara skíra Jesú.
Í hverjum fermingarhópi eru börn sem ekki hafa tekið skírn. Þau þurfa hins vegar að skírast áður en hægt er að ferma þau og er afar persónubundið hvernig sú athöfn fer fram. Í Dómkirkjunni er algengt að þessi börn taki skírn í svokallaðri kvöldkirkju sem er opin alla fimmtudaga, árið um kring.

„Í kvöldkirkjunni eru ljósin dempuð og fólki gefst kostur á að kveikja á kertum. Þá eru fyrirbænir og kvöldbæn. Þeir sem vilja taka skírn mæta með fjölskyldu sinni og fer athöfnin fram á milli bæna. Þessar skírnir fara oft fram snemma á vormánuðum áður en fermingarnar taka við," segir Anna Sigríður Pálsdóttir Dómkirkjuprestur.

Hún segir ýmsa velja að láta skíra sig heima, í messu eða við annað tækifæri en skírnir í kvöldkirkjunni séu vinsælar enda umgjörðin falleg og notaleg stemning. „Fjölskyldan safnast þá í kringum skírnarfontinn og eru jafnvel dæmi um að yngri systkini fermingarbarnsins, sem þó eru komin til vits og ára, ákveði að láta skíra sig í leiðinni og ég hef meira að segja skírt heilu systkinahópana."

x






Fleiri fréttir

Sjá meira


×