Elti innbrotsþjóf með öxi og Rottweiler-tík 16. mars 2011 08:30 Lúðvík Kjartan Kristjánsson og tíkin París náðu innbrotsþjófi sem reyndi að komast undan úr Veiðiportinu. Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar, hugar að skemmdum á hurðinni. Fréttablaðið/GVA „Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira