Gunnar í Krossinum verður yfirheyrður 12. mars 2011 04:00 Fyrrverandi forstöðumaður Krossins, verður yfirheyrður af lögreglu á næstunni. fréttablaðið/teitur Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. Gunnar segist vera með málin í skoðun en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verði við. „Það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans,“ segir hann. „Þetta eru alvarlegar ærumeiðingar sem hér um ræðir.“ Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður Krossins og segist nú vera óbreyttur safnaðar-meðlimur. Hann átti fund með Ástu Knútsdóttur og tveimur öðrum einstaklingum fyrir hálfum mánuði. Fólkið, sem Ásta og Gunnar þekkja bæði, hafði hlustað á frásagnir kvennanna í húsnæði Drekaslóða áður en fundurinn fór fram. Gunnar segir fundinn ekki hafa gengið vel. „Þar var mikil óbilgirni. Ég hef ekki talað við konurnar sjálfar um þessi mál, sem ég hefði viljað gera,“ segir hann. „Allan tímann hef ég beðið um að fá að hitta þær.“ Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein kvennanna sem hefur kært Gunnar, segir þessi ummæli hans fráleit. Hann hafi aldrei óskað eftir fundi með neinni kvennanna. „Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi,“ segir Ólöf Dóra. Hún er afar ánægð með aðkomu lögreglu og segir konurnar allar mjög ánægðar með þann farveg sem málið er komið í. „En það sem skiptir mestu máli er að hann viðurkenni það sem hann gerði,“ segir Ólöf. Hún skrifaði atburðina í dagbók sína árið 1986 þegar hún segir Gunnar hafa beitt sig áreiti af ýmsum toga, bæði líkamlega og með óviðeigandi ummælum. Í vitnisburði hennar kemur fram að munnlegt áreiti af hálfu Gunnars hafi byrjað þegar hún var 15 ára. Hann byrjaði að leita á hana líkamlega þegar hún var 19 ára. Séu vitnisburðir kvennanna sjö teknir saman spannar tímabilið um tuttugu ár, eða frá því um 1979 til ársins 2000. Tvær þeirra voru 13 og 14 ára þegar meint brot áttu sér stað. sunna@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. Gunnar segist vera með málin í skoðun en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verði við. „Það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans,“ segir hann. „Þetta eru alvarlegar ærumeiðingar sem hér um ræðir.“ Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður Krossins og segist nú vera óbreyttur safnaðar-meðlimur. Hann átti fund með Ástu Knútsdóttur og tveimur öðrum einstaklingum fyrir hálfum mánuði. Fólkið, sem Ásta og Gunnar þekkja bæði, hafði hlustað á frásagnir kvennanna í húsnæði Drekaslóða áður en fundurinn fór fram. Gunnar segir fundinn ekki hafa gengið vel. „Þar var mikil óbilgirni. Ég hef ekki talað við konurnar sjálfar um þessi mál, sem ég hefði viljað gera,“ segir hann. „Allan tímann hef ég beðið um að fá að hitta þær.“ Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein kvennanna sem hefur kært Gunnar, segir þessi ummæli hans fráleit. Hann hafi aldrei óskað eftir fundi með neinni kvennanna. „Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi,“ segir Ólöf Dóra. Hún er afar ánægð með aðkomu lögreglu og segir konurnar allar mjög ánægðar með þann farveg sem málið er komið í. „En það sem skiptir mestu máli er að hann viðurkenni það sem hann gerði,“ segir Ólöf. Hún skrifaði atburðina í dagbók sína árið 1986 þegar hún segir Gunnar hafa beitt sig áreiti af ýmsum toga, bæði líkamlega og með óviðeigandi ummælum. Í vitnisburði hennar kemur fram að munnlegt áreiti af hálfu Gunnars hafi byrjað þegar hún var 15 ára. Hann byrjaði að leita á hana líkamlega þegar hún var 19 ára. Séu vitnisburðir kvennanna sjö teknir saman spannar tímabilið um tuttugu ár, eða frá því um 1979 til ársins 2000. Tvær þeirra voru 13 og 14 ára þegar meint brot áttu sér stað. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira