Meðlimir Hurts snúa aftur í partíbæinn Reykjavík 11. mars 2011 12:00 Hljómsveitin Hurts spilar í annað sinn á Íslandi í Vodafone-höllinni 20. mars. Adam Anderson, gítar- og hljómborðsleikari Hurts, getur ekki beðið eftir því að koma aftur til Íslands. Enska hljómsveitin Hurts, með söngvarann Theo Hutchcraft og Adam Anderson í fararbroddi, spilar á öðrum tónleikum sínum á Íslandi á skömmum tíma þegar hún stígur á svið í Vodafone-höllinni sunnudaginn 20. mars. Síðast spiluðu þeir félagar á Iceland Airwaves í haust við mjög góðar undirtektir og töldu margir tónleikana vera einn af hápunktum hátíðarinnar. Hurts hefur verið á tónleikaferð um Evrópu að undanförnu og verða tónleikarnir í Reykjavík þeir síðustu á ferðalaginu. „Við erum virkilega spenntir. Síðast þegar við komum til Íslands skemmtum við okkur mjög vel og ég man að tónleikarnir voru klikkaðir," segir Anderson í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta eru einir bestu tónleikar sem við höfum haldið og við getum ekki beðið eftir að koma aftur til Íslands. Við elskum þetta land." Hurts er að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, Happiness, sem komst ofarlega á vinsældarlista víða um heim, þar á meðal í Þýskalandi þar sem stærsti aðdáendahópur hljómsveitarinnar er. „Það er alltaf uppselt á tónleikana okkar í Þýskalandi og áhorfendurnir eru alltaf frábærir. Okkur finnst eins og við séum að koma heim þegar við komum hingað," segir Anderson, sem var einmitt staddur í Þýskalandi þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Eins og önnur plánetaHurts var á dögunum valin nýliði ársins af breska tónlistartímaritinu NME og spiluðu þeir félagar vinsælasta lagið sitt, Wonderful Life, á verðlaunahátíðinni fyrir framan stjörnur á borð við Dave Grohl og Jarvis Cocker. „Það voru mikil forréttindi að vinna þessi verðlaun. Við ólumst upp við að lesa tímaritið og NME sýndi mikið hugrekki með því að velja okkur því við erum í rauninni poppsveit." Skömmu áður en Hurts spilaði á Airwaves í haust tók sveitin upp myndband hér á landi við lagið Stay. „Við keyrðum upp í sveit og fengum að sjá aðra hlið af Íslandi sem er ótrúlega flott. Þetta var eins og að vera á annarri plánetu því umhverfið var svo allt öðruvísi en þar sem ég ólst upp," segir Anderson. „Svo nutum við þeirra forréttinda að fara í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldinu. Þá áttuðum við okkur á því hversu mikill partíbær Reykjavík er. Þannig að við upplifðum það besta úr báðum heimum. Þetta er bæði skrítinn og yndislegur staður." Fótbrotnaði í myndbandiAnna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimó og tannlæknanemi, lék á móti Theo Hutchcraft í myndbandinu við Stay og einnig í öðru myndbandi við jólalagið All I Want for Christmas Is New Year's Day, sem var tekið upp í London. „Þegar við tókum myndbandið upp [við Stay] fótbrotnaði hún á tökustaðnum og það var mikil dramatík í kringum það og ég man að hún var mjög hugrökk. Hún sat í bíl í þrjá tíma á leiðinni á sjúkrahús og þetta var allt mjög dramatískt," greinir Anderson frá. „Til að sýna að okkur þætti þetta leitt og sem þakklætisvott buðum við henni í jólamyndbandið okkar," segir hann og telur ágætar líkur á því að Hurts eigi eftir að vinna aftur með Önnu Þóru. Fram undan hjá Hurts er spilamennska í sumar á tónlistarhátíðum á borð við Isle of Wight, T in the Park og V Festival sem eru allar í Bretlandi. „Það er gaman að spila fyrir áhorfendur á svona hátíðum. Við þurfum oft á tíðum að vinna þá yfir á okkar band því þeir eru ekki endilega komnir til að sjá okkur. Það er mikil áskorun og þetta er gott tækifæri til að fá inn nýja aðdáendur," segir Anderson. Skoða næturlífiðSpurður hvort einhver ný lög hafi fæðst að undanförnu segir hann: „Þegar við gerðum fyrstu plötuna vorum við tveir saman í svörtu herbergi og störðum hvor á annan í hálft ár þangað til eitthvað gerðist loksins. Að vera í rútu á tónleikaferð er ekki rétta umhverfið fyrir lagasmíðar. Við ætlum að bíða til loka þessa árs og fara þá aftur í svarta herbergið." Anderson vonast til að dvelja á Íslandi eins lengi og kostur er vegna tónleikanna í Vodafone-höllinni. „Við viljum pottþétt skoða næturlífið í Reykjavík aftur og vonandi getum við farið tvisvar sinnum." Hljómsveitirnar Retro Stefson og Dikta sjá um að hita mannskapinn upp og Adamson hvetur Íslendinga til að láta sjá sig. „Þetta verður mjög sérstakt kvöld, ég get lofað því." Enn eru til miðar á tónleikana og fást þeir hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Hljómsveitin Hurts spilar í annað sinn á Íslandi í Vodafone-höllinni 20. mars. Adam Anderson, gítar- og hljómborðsleikari Hurts, getur ekki beðið eftir því að koma aftur til Íslands. Enska hljómsveitin Hurts, með söngvarann Theo Hutchcraft og Adam Anderson í fararbroddi, spilar á öðrum tónleikum sínum á Íslandi á skömmum tíma þegar hún stígur á svið í Vodafone-höllinni sunnudaginn 20. mars. Síðast spiluðu þeir félagar á Iceland Airwaves í haust við mjög góðar undirtektir og töldu margir tónleikana vera einn af hápunktum hátíðarinnar. Hurts hefur verið á tónleikaferð um Evrópu að undanförnu og verða tónleikarnir í Reykjavík þeir síðustu á ferðalaginu. „Við erum virkilega spenntir. Síðast þegar við komum til Íslands skemmtum við okkur mjög vel og ég man að tónleikarnir voru klikkaðir," segir Anderson í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta eru einir bestu tónleikar sem við höfum haldið og við getum ekki beðið eftir að koma aftur til Íslands. Við elskum þetta land." Hurts er að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, Happiness, sem komst ofarlega á vinsældarlista víða um heim, þar á meðal í Þýskalandi þar sem stærsti aðdáendahópur hljómsveitarinnar er. „Það er alltaf uppselt á tónleikana okkar í Þýskalandi og áhorfendurnir eru alltaf frábærir. Okkur finnst eins og við séum að koma heim þegar við komum hingað," segir Anderson, sem var einmitt staddur í Þýskalandi þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Eins og önnur plánetaHurts var á dögunum valin nýliði ársins af breska tónlistartímaritinu NME og spiluðu þeir félagar vinsælasta lagið sitt, Wonderful Life, á verðlaunahátíðinni fyrir framan stjörnur á borð við Dave Grohl og Jarvis Cocker. „Það voru mikil forréttindi að vinna þessi verðlaun. Við ólumst upp við að lesa tímaritið og NME sýndi mikið hugrekki með því að velja okkur því við erum í rauninni poppsveit." Skömmu áður en Hurts spilaði á Airwaves í haust tók sveitin upp myndband hér á landi við lagið Stay. „Við keyrðum upp í sveit og fengum að sjá aðra hlið af Íslandi sem er ótrúlega flott. Þetta var eins og að vera á annarri plánetu því umhverfið var svo allt öðruvísi en þar sem ég ólst upp," segir Anderson. „Svo nutum við þeirra forréttinda að fara í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldinu. Þá áttuðum við okkur á því hversu mikill partíbær Reykjavík er. Þannig að við upplifðum það besta úr báðum heimum. Þetta er bæði skrítinn og yndislegur staður." Fótbrotnaði í myndbandiAnna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimó og tannlæknanemi, lék á móti Theo Hutchcraft í myndbandinu við Stay og einnig í öðru myndbandi við jólalagið All I Want for Christmas Is New Year's Day, sem var tekið upp í London. „Þegar við tókum myndbandið upp [við Stay] fótbrotnaði hún á tökustaðnum og það var mikil dramatík í kringum það og ég man að hún var mjög hugrökk. Hún sat í bíl í þrjá tíma á leiðinni á sjúkrahús og þetta var allt mjög dramatískt," greinir Anderson frá. „Til að sýna að okkur þætti þetta leitt og sem þakklætisvott buðum við henni í jólamyndbandið okkar," segir hann og telur ágætar líkur á því að Hurts eigi eftir að vinna aftur með Önnu Þóru. Fram undan hjá Hurts er spilamennska í sumar á tónlistarhátíðum á borð við Isle of Wight, T in the Park og V Festival sem eru allar í Bretlandi. „Það er gaman að spila fyrir áhorfendur á svona hátíðum. Við þurfum oft á tíðum að vinna þá yfir á okkar band því þeir eru ekki endilega komnir til að sjá okkur. Það er mikil áskorun og þetta er gott tækifæri til að fá inn nýja aðdáendur," segir Anderson. Skoða næturlífiðSpurður hvort einhver ný lög hafi fæðst að undanförnu segir hann: „Þegar við gerðum fyrstu plötuna vorum við tveir saman í svörtu herbergi og störðum hvor á annan í hálft ár þangað til eitthvað gerðist loksins. Að vera í rútu á tónleikaferð er ekki rétta umhverfið fyrir lagasmíðar. Við ætlum að bíða til loka þessa árs og fara þá aftur í svarta herbergið." Anderson vonast til að dvelja á Íslandi eins lengi og kostur er vegna tónleikanna í Vodafone-höllinni. „Við viljum pottþétt skoða næturlífið í Reykjavík aftur og vonandi getum við farið tvisvar sinnum." Hljómsveitirnar Retro Stefson og Dikta sjá um að hita mannskapinn upp og Adamson hvetur Íslendinga til að láta sjá sig. „Þetta verður mjög sérstakt kvöld, ég get lofað því." Enn eru til miðar á tónleikana og fást þeir hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira