Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga 26. febrúar 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra er andvígur því að stjórnlagaþingmenn úr ógildri kosningu verði skipaðir í stjórnlagaráð í staðinn.FRéttablaðið/Stefán Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar
Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira