Innlent

Ánægðir með Ólaf

Samtök þjóðar gegn Icesave, hópurinn sem stóð að undirskriftasöfnun gegn Icesave-frumvarpinu á vefsíðunni kjosum.is, fagnar ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar og vísa þar með málinu til þjóðarinnar. Þá eru forsetanum færðar þakkir.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum. Þar segir að íslenska þjóðin fái nú tækifæri til að taka afstöðu til ólögvarinna krafna Breta og Hollendinga. Á fimm og hálfum sólarhring skoruðu 37.488 Íslendingar á forseta Íslands að synja lögunum staðfestingar.

- mþl



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×