Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hefur ekki lagt sjálfstætt mat á það hversu mikið fæst upp í kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjármagnseigenda úr þrotabúi Landsbankans. Á fundi með nefndarmönnum sögðust þeir treysta mati skilanefndar bankans, sem hingað til hafi verið varfærin í mati sínu. Mat skilanefndarinnar á því hversu mikið fæst upp í forgangskröfur hefur verið uppfært reglulega, síðast miðað við upplýsingar sem lágu fyrir um áramót. Þá hækkaði mat skilanefndarinnar, og í kjölfarið endurskoðaði samninganefndin útreikninga sína á líklegum kostnaði ríkisins við Icesave-samninginn sem nú verður gengið til atkvæða um. Matið hefur hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverju þriggja mánaða tímabili frá apríl 2009. Það skýrist meðal annars af því að óvissa um endurheimtur fer minnkandi. Skilanefnd Landsbankans telur nú að um 89 prósent af forgangskröfum fáist greidd. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Samkvæmt síðasta mati skilanefndarinnar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 milljörðum króna. Verði það lokaniðurstaðan fær tryggingasjóðurinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar.679 milljarðar í hendi Heildarkröfur sjóðsins nema 677 milljörðum með vöxtum. Endurheimtur úr þrotabúinu þurfa að komast nærri 1.300 milljörðum króna til að tryggingarsjóðurinn fái þá upphæð greidda að fullu. Miklu skiptir að nákvæmni mats skilanefndarinnar sé sem mest. Óháðir sérfræðingar frá Deloitte hafa tvisvar farið yfir verkferla og vinnu skilanefndarmanna við mat á verðmæti eigna, fyrst síðla árs 2009 og svo aftur í upphafi þessa árs. Í síðari yfirferðinni var einnig lagt sjálfstætt mat á verðmæti eignanna. Niðurstaða Deloitte var í báðum tilvikum sú að vinnubrögð við matið væru í lagi og mat á verðmætum í búinu væri rétt. Rúmur helmingur af þeim 1.175 milljörðum sem talið er að liggi í þrotabúi Landsbankans eru taldar mjög eða algerlega traustar eignir. Þar er annars vegar um að ræða 361 milljarð króna í peningum og hins vegar 318 milljarða í skuldabréfi útgefnu af nýja Landsbankanum og hlutabréfum í sama banka. Samtals eru þetta 679 milljarðar króna, um 58 prósent af eignum þrotabúsins. Þessi hluti eigna þrotabúsins er almennt talinn í hendi. Ýmsir hafa þó lýst efasemdum um að nýi Landsbankinn geti staðið í skilum með greiðslur af skuldabréfinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins deila þeir sérfræðingar skilanefndarinnar sem fylgjast með þessum hluta eignarsafnsins ekki þeirri skoðun. Utan við peninga og eignir hjá nýja Landsbankanum á þrotabú Landsbankans aðallega útlán til erlendra viðskiptavina og hlutabréf í erlendum fyrirtækjum. Eignir í innlendum fyrirtækjum runnu inn í nýja Landsbankann.Bréf í Iceland Foods verðmætust Langverðmætasta eign þrotabús Landsbankans, fyrir utan reiðufé og skuldabréf frá nýja Landsbankanum, er 66,6 prósenta hlutur í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods. Skilanefnd bankans gefur ekki upp áætlað verðmæti bréfanna, ekki frekar en áætlað verðmæti hlutabréfa bankans í öðrum hlutafélögum. Ástæðan er sú að það gæti haft áhrif á kaupverðið þegar skilanefndin ákveður að selja. Í bókum þrotabúsins er hlutabréfaeign skráð samtals 117 milljarðar króna. Það þýðir ekki að heildarverðmæti Iceland Foods, House of Fraser, Hamleys og annarra fyrirtækja sem skilanefndin á hlut í rúmist innan þeirra tölu. Hlutabréf í Iceland Foods og öðrum eignum geta fallið í tvo flokka í bókum þrotabúsins. Eigi hinn fallni banki bréfin sjálf falla þau í flokkinn hlutabréfaeign. En hafi bankinn lánað fyrir hlutabréfakaupum í fyrirtækinu með veði í bréfunum, og ekki enn leyst til sín bréfin, falla þau í flokk með öðrum útlánum til einstaklinga, sem eru samtals 277 milljarðar króna. Það er því ómögulegt miðað við opinberar tölur að áætla hvað skilanefndin telur raunverulegt verðmæti Iceland Foods og annarra stórra eigna þrotabús Landsbankans þar til þrotabúið selur þessar eignir. Fara má nokkuð nærri verðmæti fyrirtækis á borð við Iceland Foods með því að áætla út frá hagnaði. Með algengum aðferðum má þannig áætla gróflega að verðmæti verslunarkeðjunnar gæti verið nærri 215 milljörðum króna. Miðað við það ætti hlutur þrotabús Landsbankans að vera um 143 milljarðar króna.Malcom Walker, stofnandi og forstjóri Icelandic Foods, er sagður hafa gert 190 milljarða króna tilboð í félagið um mitt ár í fyrra. Því var hafnað þar sem það þótti ekki nægilega hátt. Seint á síðasta ári lýsti hópur fjárfesta áhuga á því að kaupa Icelandic Foods fyrir upphæð sem jafngilti tæplega 250 milljörðum króna. Seldist Iceland Foods á því verði fengi þrotabú Landsbankans um 166 milljarða í sinn hlut. Eins og samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hafa landsmenn fá úrræði til að meta sjálfir verðmæti eigna þrotabús Landsbankans raunverulega. Miklu skiptir hvort mat skilanefndarinnar þyki trúverðugt. Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hefur ekki lagt sjálfstætt mat á það hversu mikið fæst upp í kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjármagnseigenda úr þrotabúi Landsbankans. Á fundi með nefndarmönnum sögðust þeir treysta mati skilanefndar bankans, sem hingað til hafi verið varfærin í mati sínu. Mat skilanefndarinnar á því hversu mikið fæst upp í forgangskröfur hefur verið uppfært reglulega, síðast miðað við upplýsingar sem lágu fyrir um áramót. Þá hækkaði mat skilanefndarinnar, og í kjölfarið endurskoðaði samninganefndin útreikninga sína á líklegum kostnaði ríkisins við Icesave-samninginn sem nú verður gengið til atkvæða um. Matið hefur hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverju þriggja mánaða tímabili frá apríl 2009. Það skýrist meðal annars af því að óvissa um endurheimtur fer minnkandi. Skilanefnd Landsbankans telur nú að um 89 prósent af forgangskröfum fáist greidd. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Samkvæmt síðasta mati skilanefndarinnar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 milljörðum króna. Verði það lokaniðurstaðan fær tryggingasjóðurinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar.679 milljarðar í hendi Heildarkröfur sjóðsins nema 677 milljörðum með vöxtum. Endurheimtur úr þrotabúinu þurfa að komast nærri 1.300 milljörðum króna til að tryggingarsjóðurinn fái þá upphæð greidda að fullu. Miklu skiptir að nákvæmni mats skilanefndarinnar sé sem mest. Óháðir sérfræðingar frá Deloitte hafa tvisvar farið yfir verkferla og vinnu skilanefndarmanna við mat á verðmæti eigna, fyrst síðla árs 2009 og svo aftur í upphafi þessa árs. Í síðari yfirferðinni var einnig lagt sjálfstætt mat á verðmæti eignanna. Niðurstaða Deloitte var í báðum tilvikum sú að vinnubrögð við matið væru í lagi og mat á verðmætum í búinu væri rétt. Rúmur helmingur af þeim 1.175 milljörðum sem talið er að liggi í þrotabúi Landsbankans eru taldar mjög eða algerlega traustar eignir. Þar er annars vegar um að ræða 361 milljarð króna í peningum og hins vegar 318 milljarða í skuldabréfi útgefnu af nýja Landsbankanum og hlutabréfum í sama banka. Samtals eru þetta 679 milljarðar króna, um 58 prósent af eignum þrotabúsins. Þessi hluti eigna þrotabúsins er almennt talinn í hendi. Ýmsir hafa þó lýst efasemdum um að nýi Landsbankinn geti staðið í skilum með greiðslur af skuldabréfinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins deila þeir sérfræðingar skilanefndarinnar sem fylgjast með þessum hluta eignarsafnsins ekki þeirri skoðun. Utan við peninga og eignir hjá nýja Landsbankanum á þrotabú Landsbankans aðallega útlán til erlendra viðskiptavina og hlutabréf í erlendum fyrirtækjum. Eignir í innlendum fyrirtækjum runnu inn í nýja Landsbankann.Bréf í Iceland Foods verðmætust Langverðmætasta eign þrotabús Landsbankans, fyrir utan reiðufé og skuldabréf frá nýja Landsbankanum, er 66,6 prósenta hlutur í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods. Skilanefnd bankans gefur ekki upp áætlað verðmæti bréfanna, ekki frekar en áætlað verðmæti hlutabréfa bankans í öðrum hlutafélögum. Ástæðan er sú að það gæti haft áhrif á kaupverðið þegar skilanefndin ákveður að selja. Í bókum þrotabúsins er hlutabréfaeign skráð samtals 117 milljarðar króna. Það þýðir ekki að heildarverðmæti Iceland Foods, House of Fraser, Hamleys og annarra fyrirtækja sem skilanefndin á hlut í rúmist innan þeirra tölu. Hlutabréf í Iceland Foods og öðrum eignum geta fallið í tvo flokka í bókum þrotabúsins. Eigi hinn fallni banki bréfin sjálf falla þau í flokkinn hlutabréfaeign. En hafi bankinn lánað fyrir hlutabréfakaupum í fyrirtækinu með veði í bréfunum, og ekki enn leyst til sín bréfin, falla þau í flokk með öðrum útlánum til einstaklinga, sem eru samtals 277 milljarðar króna. Það er því ómögulegt miðað við opinberar tölur að áætla hvað skilanefndin telur raunverulegt verðmæti Iceland Foods og annarra stórra eigna þrotabús Landsbankans þar til þrotabúið selur þessar eignir. Fara má nokkuð nærri verðmæti fyrirtækis á borð við Iceland Foods með því að áætla út frá hagnaði. Með algengum aðferðum má þannig áætla gróflega að verðmæti verslunarkeðjunnar gæti verið nærri 215 milljörðum króna. Miðað við það ætti hlutur þrotabús Landsbankans að vera um 143 milljarðar króna.Malcom Walker, stofnandi og forstjóri Icelandic Foods, er sagður hafa gert 190 milljarða króna tilboð í félagið um mitt ár í fyrra. Því var hafnað þar sem það þótti ekki nægilega hátt. Seint á síðasta ári lýsti hópur fjárfesta áhuga á því að kaupa Icelandic Foods fyrir upphæð sem jafngilti tæplega 250 milljörðum króna. Seldist Iceland Foods á því verði fengi þrotabú Landsbankans um 166 milljarða í sinn hlut. Eins og samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hafa landsmenn fá úrræði til að meta sjálfir verðmæti eigna þrotabús Landsbankans raunverulega. Miklu skiptir hvort mat skilanefndarinnar þyki trúverðugt.
Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00