Enski boltinn

Arshavin segist geta mikið betur

Rússinn Andrei Arshavin hefur ekki verið svipur hjá sjón í vetur og hann viðurkennir sjálfur að hann geti mun betur en hann hefur sýnt.

Stuðningsmenn Arsenal eru margir hverjir orðnir þreyttir á Rússanum sem hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu átján leikjum.

"Stuðningsmennirnir eiga að búast við meiru af mér. Þeir eiga að krefjast þess að ég spili betur, sýni góð tilþrif, gefi laglegar sendingar og skori mögnuð mörk. Ég geri þá kröfu til sjálfs míns," sagði Arshavin.

"En þeir verða að trúa því að ég er að gera allt sem ég get til þess að komast í gang."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×