Um 600 Íslendingar halda jólin í 26 stiga hita 25. desember 2011 14:00 Frá Kanaríeyjum. Þar er nú 26 stiga hiti og sól en hér á Íslandi er allt á kafi í snjó. mynd úr safni Um 600 Íslendingar eru nú staddir á Kanaríeyjum þar sem jólin er haldin hátíðleg og að íslenskum sið. Þar er þó engin snjór heldur 26 stiga hiti og sól. Íslendingarnir á eyjunum halda jólin að íslenskum sið þar sem hamborgarhryggur, hangikjöt og kalkúnn er borðaður. Þann 28. desember næstkomandi ætla Íslendingarnir á eyjunum að hittast og snæða saman af jólahlaðborði, þar sem íslenskur matur verður á boðstólunum. Kristín Tryggvadóttir fararstjóri hefur eytt síðustu 15 árum á Kanaríeyjum og segir að flestir af þeim sem eyði jólunum á eyjunum komi einungis yfir hátíðarnar. Stærsti hlutinn af þessu fólki er fólk sem kemur hingað yfir hátíðarnar, frá 20. desember og fram yfir áramót. Svo eru margir sem búa hérna lungan úr vetrinum, búa hérna kannski í 6 mánuði á ári," segir hún. Íslenska jólahaldið á eyjunum hefur breyst mikið á síðustu árum, segir Kristín. „Það er náttúrlega fjölskyldufólk hérna, það hefur minnkað að það séu stórar fjölskyldur með mikið af börnum. Hérna áður fyrr voru fleiri farþegar og þá héldum við jólaball á jóladag eða annan í jólum. En núna er þetta svolítið breytt og þess vegna höfum við ákveðið að halda frekar jólahlaðborð," segir hún. Í gærkvöldi fóru í kringum 200 Íslendingar á veitingastað þar sem haldið var í íslenskar hefðir þegar að jólamaturinn var borinn fram. Kristín segir að það hafi heppnast mjög vel. Og maturinn var ekki af verri endanum. „Það var ýmislegt, boðið upp á forrétt graflax og þess háttar. Svo var boðið upp á svínahamborgarhrygg og kalkúnarbringur. Það er svolítið í anda okkar og jólanna á Íslandi. Þeir reyna að stíla inn á að hafa eitthvað sem okkur þykir gott," segir hún. Þó að Íslendingarnir á Kanaríeyjum fá íslenskan jólamat og íslenska jólastemmingu, verður seint sagt að þeir hafi tekið íslenska veðrið með sér út. „Í dag er 26 stiga hiti, sól og yndislegt," segir hún og tekur fram að það sé yndislegt að upplifa jólin í hitanum. „Þetta er samt svolítið öðruvísi en jólin eru alltaf í hjarta okkar," segir hún að lokum. Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Um 600 Íslendingar eru nú staddir á Kanaríeyjum þar sem jólin er haldin hátíðleg og að íslenskum sið. Þar er þó engin snjór heldur 26 stiga hiti og sól. Íslendingarnir á eyjunum halda jólin að íslenskum sið þar sem hamborgarhryggur, hangikjöt og kalkúnn er borðaður. Þann 28. desember næstkomandi ætla Íslendingarnir á eyjunum að hittast og snæða saman af jólahlaðborði, þar sem íslenskur matur verður á boðstólunum. Kristín Tryggvadóttir fararstjóri hefur eytt síðustu 15 árum á Kanaríeyjum og segir að flestir af þeim sem eyði jólunum á eyjunum komi einungis yfir hátíðarnar. Stærsti hlutinn af þessu fólki er fólk sem kemur hingað yfir hátíðarnar, frá 20. desember og fram yfir áramót. Svo eru margir sem búa hérna lungan úr vetrinum, búa hérna kannski í 6 mánuði á ári," segir hún. Íslenska jólahaldið á eyjunum hefur breyst mikið á síðustu árum, segir Kristín. „Það er náttúrlega fjölskyldufólk hérna, það hefur minnkað að það séu stórar fjölskyldur með mikið af börnum. Hérna áður fyrr voru fleiri farþegar og þá héldum við jólaball á jóladag eða annan í jólum. En núna er þetta svolítið breytt og þess vegna höfum við ákveðið að halda frekar jólahlaðborð," segir hún. Í gærkvöldi fóru í kringum 200 Íslendingar á veitingastað þar sem haldið var í íslenskar hefðir þegar að jólamaturinn var borinn fram. Kristín segir að það hafi heppnast mjög vel. Og maturinn var ekki af verri endanum. „Það var ýmislegt, boðið upp á forrétt graflax og þess háttar. Svo var boðið upp á svínahamborgarhrygg og kalkúnarbringur. Það er svolítið í anda okkar og jólanna á Íslandi. Þeir reyna að stíla inn á að hafa eitthvað sem okkur þykir gott," segir hún. Þó að Íslendingarnir á Kanaríeyjum fá íslenskan jólamat og íslenska jólastemmingu, verður seint sagt að þeir hafi tekið íslenska veðrið með sér út. „Í dag er 26 stiga hiti, sól og yndislegt," segir hún og tekur fram að það sé yndislegt að upplifa jólin í hitanum. „Þetta er samt svolítið öðruvísi en jólin eru alltaf í hjarta okkar," segir hún að lokum.
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira