Bernhöftsbakarí er að missa Bergstaðastræti 19. nóvember 2011 03:15 Bakarameistarinn í Bernhöftsbakaríi með bréfið þar sem húseigandinn minnir á að leigusamningurinn renni út um áramót. Hann segir starfsstúlkurnar vera kvíðnar fyrir framhaldinu. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst að fólkið hér í hverfinu eigi það skilið að við gefumst ekki upp svo auðveldlega,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi á Bergstaðastræti 13. Eigandi hússins tilkynnti á þriðjudag að bakaríið yrði að vera á braut í síðasta lagi um áramót. Bernhöftsbakarí hefur verið á Bergstaðastræti í 79 ár, þar af 28 ár í núverandi leiguhúsnæði. Tíu ára leigusamningur rennur út um áramótin og ekki hefur samist um áframhaldandi leigu. Frá árinu 2005 hefur húsið skipt nokkuð ört um hendur. Eftir hrun komst húsið í eigu Íslandsbanka, sem seldi það núverandi eiganda, verktakafyrirtækinu Mótamönnum. Með kaupunum á Bergstaðastræti 13 fylgdi byggingarréttur að íbúðum á lóðinni og hafa þær verið í smíðum. Samhliða var gerður samningur um að félag í eigu eigenda Bernhöftsbakarís myndi kaupa og Mótamenn selja þann hluta hússins sem bakaríið er í og hluta af nýbyggingunni að auki. Tafir hafi orðið á framkvæmdum og viðskiptin hafa ekki gengið eftir. Nýbyggingin hefur ítrekað verið í fréttum vegna þess að kveikt hefur verið í henni hálfkláraðri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögregla nú undir höndum ljósmynd af manni sem grunaður er um íkveikju í húsinu síðastliðinn þriðjudag. Sigurður sér fram á breytta tíma í fjölskyldufyrirtækinu sem afi hans keypti árið 1944. „Þetta er ekki bara bakarí heldur fólkið sem vinnur hérna. Starfsfólkið hefur orðið andvaka og stelpurnar jafnvel farið að gráta. Fólk er hrætt við að missa vinnuna,“ segir Sigurður, óviss um hvað eigi til bragðs að taka. Bakaríinu hafi ekki gefist kostur á áframhaldandi leigu. „Viðskiptavinirnir eru yfir sig hneykslaðir og þeir standa með bakaríinu. Það er bara ljóst að við ætlum að berjast.“ Guðmundur Már Ástþórsson, húsasmíðameistari og einn þriggja eigenda Mótamanna, var á Bergstaðastræti í gær þar sem unnið var að því að eldverja í nýbyggingunni. Hann sagði húsnæðismál Bernhöftsbakarís í raun og veru í höndum eigenda þess. Forsvarsmenn bakarísins hefðu ekki sinnt endurteknum erindum um viðræður eða borið sig eftir nýjum leigusamningi. Því hefði ekki verið um annað að ræða af hálfu Mótamanna en að minna á að leigusamningurinn rynni út um áramót. „En bakaríið er enn með málið í sínum höndum því það er með samning til áramóta sem gefur því rétt til að kaupa húsnæðið. En þótt Bernhöftsbakarí fari verður húsnæðið ekki tómt. Þar verður áfram svipuð starfsemi,“ segir Guðmundur Már Ástþórsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Mér finnst að fólkið hér í hverfinu eigi það skilið að við gefumst ekki upp svo auðveldlega,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi á Bergstaðastræti 13. Eigandi hússins tilkynnti á þriðjudag að bakaríið yrði að vera á braut í síðasta lagi um áramót. Bernhöftsbakarí hefur verið á Bergstaðastræti í 79 ár, þar af 28 ár í núverandi leiguhúsnæði. Tíu ára leigusamningur rennur út um áramótin og ekki hefur samist um áframhaldandi leigu. Frá árinu 2005 hefur húsið skipt nokkuð ört um hendur. Eftir hrun komst húsið í eigu Íslandsbanka, sem seldi það núverandi eiganda, verktakafyrirtækinu Mótamönnum. Með kaupunum á Bergstaðastræti 13 fylgdi byggingarréttur að íbúðum á lóðinni og hafa þær verið í smíðum. Samhliða var gerður samningur um að félag í eigu eigenda Bernhöftsbakarís myndi kaupa og Mótamenn selja þann hluta hússins sem bakaríið er í og hluta af nýbyggingunni að auki. Tafir hafi orðið á framkvæmdum og viðskiptin hafa ekki gengið eftir. Nýbyggingin hefur ítrekað verið í fréttum vegna þess að kveikt hefur verið í henni hálfkláraðri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögregla nú undir höndum ljósmynd af manni sem grunaður er um íkveikju í húsinu síðastliðinn þriðjudag. Sigurður sér fram á breytta tíma í fjölskyldufyrirtækinu sem afi hans keypti árið 1944. „Þetta er ekki bara bakarí heldur fólkið sem vinnur hérna. Starfsfólkið hefur orðið andvaka og stelpurnar jafnvel farið að gráta. Fólk er hrætt við að missa vinnuna,“ segir Sigurður, óviss um hvað eigi til bragðs að taka. Bakaríinu hafi ekki gefist kostur á áframhaldandi leigu. „Viðskiptavinirnir eru yfir sig hneykslaðir og þeir standa með bakaríinu. Það er bara ljóst að við ætlum að berjast.“ Guðmundur Már Ástþórsson, húsasmíðameistari og einn þriggja eigenda Mótamanna, var á Bergstaðastræti í gær þar sem unnið var að því að eldverja í nýbyggingunni. Hann sagði húsnæðismál Bernhöftsbakarís í raun og veru í höndum eigenda þess. Forsvarsmenn bakarísins hefðu ekki sinnt endurteknum erindum um viðræður eða borið sig eftir nýjum leigusamningi. Því hefði ekki verið um annað að ræða af hálfu Mótamanna en að minna á að leigusamningurinn rynni út um áramót. „En bakaríið er enn með málið í sínum höndum því það er með samning til áramóta sem gefur því rétt til að kaupa húsnæðið. En þótt Bernhöftsbakarí fari verður húsnæðið ekki tómt. Þar verður áfram svipuð starfsemi,“ segir Guðmundur Már Ástþórsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira