Innlent

Indefence getur sætt sig við nýju Icesave samningana

Indefence hópurinn getur sætt sig við nýju Icesave samningana ef hið svo kallaða Ragnars Hall ákvæði verður fellt inn í samningana. Það þýddi að taka þyrfti upp viðræður við Breta og Hollendinga á nýjan leik.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur í allan dag fjallað um þriðju Icesave samningana en fjöldi álita hefur borist nefndinni, sem samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru misvel unnin. Indefence hópurinn skilaði ítarlegu áliti til nefndarinnar nú síðdegis. En mótmæli hópsins og söfnun undirskrifta á sínum tíma urðu ekki hvað síst til þess að forseti Íslands vísaði síðustu lögum um Icesave til þjóðarinnar.

„Við gerum tillögu að breytingum á Icesave samningnunum núgildandi og að svokallað Ragnar Hall ákvæði komi í samninginn enda eru skýr lagarök sem mæla með því," segir Eiríkur Svavarsson, talsmaður Indefence hópsins.

Samkvæmt því kæmi meira til skiptanna úr þrotabúi Landsbankans til Íslendinga. Ákvæðið dragi úr áhættu íslenskra skattborgara og hægt yrði að greiða kröfurnar hraðar niður og þar með minni vexti.

„Íslendingar geta verið fullir sjálfstraust í því að gera þessa kröfu. Þetta er í samræmi við þær leikreglur sem að Bretar og Hollendingar hafa allan tímann verið að krefjast að við förum eftir," segir Eiríkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×