Innlent

Undirskriftasöfnun gegn Icesave hafin

Lengi hefur verið deilt um Icesave. Myndin er úr safni.
Lengi hefur verið deilt um Icesave. Myndin er úr safni.

Undirskriftasöfnun gegn nýju Icesave-frumvarpi er hafin á netinu. Hægt er að nálgast síðuna með því að fara á Kjósum.is en ekki kemur fram hver stendur á bak við framtakið.

Tilgangur síðunnar er að hvetja forseta Íslands til þess að synja frumvarpinu staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi, og veita almenningi tækifæri til þess að kjósa um samninginn.

Þegar hafa tæplega 700 manns skráð sig á síðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×