Biskup mætti ekki á málþing um kirkjuna 19. október 2011 11:00 Fullt var út úr dyrum í Hátíðarsal HÍ þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Dr. Marie Fortune og fleiri fyrirlesarar fluttu erindi um kynferðisbrot innan íslensku þjóðkirkjunnar. fréttablaðið/stefán Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira