Biskup mætti ekki á málþing um kirkjuna 19. október 2011 11:00 Fullt var út úr dyrum í Hátíðarsal HÍ þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Dr. Marie Fortune og fleiri fyrirlesarar fluttu erindi um kynferðisbrot innan íslensku þjóðkirkjunnar. fréttablaðið/stefán Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira