Biskup mætti ekki á málþing um kirkjuna 19. október 2011 11:00 Fullt var út úr dyrum í Hátíðarsal HÍ þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Dr. Marie Fortune og fleiri fyrirlesarar fluttu erindi um kynferðisbrot innan íslensku þjóðkirkjunnar. fréttablaðið/stefán Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira