Fá ekki þyrlupall hjá skemmtiferðaskipum 14. desember 2011 06:00 Guðmundur ingi Jónsson „Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
„Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira