Innlent

Börnin skreyttu kistu Sigurjóns

Útför tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þann sautjánda janúar síðastliðinn, var gerð frá Grafarvogskirkju í dag.

Fjölmenni var við hjartnæma útförina í dag en það var séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem jarðsöng Sigurjón. Vinir Sigurjóns spiluðu við athöfnina en fjöldinn allur af lögum var leikinn. Mörg af lögum Sigurjóns voru flutt, og mátti heyra hann sjálfan flytja sum þeirra af upptöku. Sigurjón lætur eftir sig eiginkonuna Þórunni Ernu Clausen og fjögur börn.

Börn Sigurjóns höfðu skreytt kistuna með myndum og orðum líkt og sjá má á þessum myndum. En fjölskylda og nánustu vinir hans hafa stofnað hvatningarsjóðurinn Áfram, tileinkaðan þeim. Sjóðurinn hefur það markmið að hvetja og styðja börnin í því sem þau kunna að taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Við lok athafnarinnar var lagið Aftur heim, leikið, en lagið samdi Sigurjón við texta eiginkonu sinnar og hugðist flytja það í undankeppni Eurovison sem nú stendur yfir.

Vinir hans hafa ákveðið að flytja lagið næstkomandi laugardag, honum til heiðurs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.