Innlent

Sigurjón Brink látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Brink tónlistarmaður.
Sigurjón Brink tónlistarmaður.
Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, sem er betur þekktur sem Sjonni, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Garðabæ í gærkvöldi. Sigurjón var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1974. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Þórunni Ernu Clausen, og fjögur börn. Fjölskylda Sigurjóns sendi frá sér tilkynningu um andlát hans rétt fyrir hádegi.

Sigurjón var einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni og tók meðal annars þátt í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×