Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 11:30 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli. Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli.
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira