Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring 30. nóvember 2011 11:00 alþingi Stjórnarandstæðingar fóru ekki í grafgötur með það á þingi í gær að þeir teldu landið í raun stjórnlaust. Kölluðu sumir þeirra eftir kosningum þegar í stað.fréttablaðið/gva Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira