Innlent

Tónleikar til minningar um Hermann Fannar

Forsala miða hefst á midi.is á morgun en þeir verða einnir seldir í Macland og Brim á Laugavegi. Tónleikarnir byrja klukkan 19 þann 20. desember næstkomandi.
Forsala miða hefst á midi.is á morgun en þeir verða einnir seldir í Macland og Brim á Laugavegi. Tónleikarnir byrja klukkan 19 þann 20. desember næstkomandi. mynd/Vísir
„Það eru ótrúlegir hlutir að fara gerast þarna og mikið af snillingum sem ætla að koma þarna fram," segir Þorkell Máni Pétursson, sem stendur fyrir tónleikum til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson, sem var bráðkvaddur í byrjun mánaðarins.

Tónleikarnir bera heitið XMAS 2011 og fer allur ágóði tónleikana í sjóð sem stofnaður hefur verið í minningu Hermanns Fannars.

Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Mugison, Dikta, Of Monsters and Men, Pollapönk, Súrefni, Ensími, Dr. Spock auk fjölda annarra. Máni segir að sérstakir gestir á tónleikunum verði bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, frændur Hermanns Fannars.

Tónleikarnir fara fram í Kaplakrika í Hafnarfirði þann 20. desember næstkomandi og lána forsvarsmenn FH íþróttahúsið undir tónleikana og EXTON lánar hljóðkerfið.

Forsala miða hefst á midi.is á morgun en þeir verða einnir seldir í Macland og Brim á Laugavegi.

Kaplakriki opnar klukkan 18 og gert er ráð fyrir að tónleikarnir hefjist klukkan 19.

Facebook-síðu tónleikanna má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×