Innlent

Hringdu í neyðarlínuna og báðu um jólasveininn

Hó hó hó
Hó hó hó
Nú þegar desember nálgast eru krakkarnir farnir að iða af spenningi enda mikil gleði og hamingja sem fylgir jólunum. Eitt af því sem krakkarnir eru hvað spenntastir fyrir á jólunum er sjálfur jólasveinninn.

Systkini í bænum Kingston í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum gátu þó ekki beðið eftir að sveinki kæmi í heimsókn því á sunnudagsmorgun barst neyðarlínunni nefnilega símtal frá systkinunum, sem eru 4 og 6 ára. Þau báðu starfsmann neyðarlínunnar að fá samband við lögreglustjórann í bænum eða við jólasveininn.

Lögreglumenn fóru í heimsókn á heimili systkinana og ræddu við börnin og tjáðu þeim að einungis ætti að hringja í neyðarlínuna í neyðartilvikum. Ekki er vitað hvað börnin áttu vantalað við lögreglustjórann eða jólasveinn en þau munu eflaust þurfa að bíða eins og önnur börn þar til jólasveinninn kemur í bæinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×