Ekki hægt að meta erfðabreytt matvæli 30. nóvember 2011 06:00 Ræktun Þó að sett hafi verið takmörk á magn um 300 efna í matvælum, til dæmis skordýraeiturs og sveppaeiturs, er ekki hægt að mæla hvort íslensk matvara sé innan löglegra marka nema senda sýni úr landi.Nordicphotos/AFP Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira