Meira magn en kom í öllu Eyjafjallagosinu JMG skrifar 24. maí 2011 18:38 Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. „Gosmökkurinn er orðinn ansi mikið lægri en hann var, komnn niður í dag í þremur til fimm kílómetrum og hverfur alveg af radarnum inn á milli, síðan koma svona púst sem fara alveg upp í sjö og hálfan kílómeter inn á milli, kom eitt slíkt um tvöleitið í dag en það er svona að draga all mikið úr gosinu," segir Steinunn S. Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands Búist er við að það haldi áfram að draga úr smám saman. Gosið er því eins og hefðbundið Grímsvatnagos að sögn Steinunnar, það er öflugast fyrstu dagana en fjara svo út. Grímsvötn eru það eldfjall á Íslandi sem gýs hvað oftast. Þetta gos er í suðvesturhorni Grímsvatna, á sama stað og gosið 2004. Frá því að því gosi lauk hefur þensla aukist jafnt og þétt á svæðinu. Þegar gos hefst brýst kvikan í gegnum ísinn og upp á yfirborðið. Vatnið í gígnum snöggsíður og veldur því að gosefnin tætast og aska þeytist upp í loftið í sprengigosi. „Á fyrstu sólarhringum gossins er magnið sem kom upp meira en í öllu Eyjafjallajökulsgosinu, öllum fjörtíu dögunum, það gerist bara á fyrsta sólarhringnum, síðan dettur virknin algjörlega niður og er núna komin í um eitt prósent af því sem hún var fyrst, þannig þetta er ekki lengur verulegt öskugos," segir Halldór Björnsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni en hann hefur fylgst grannt með þróun öskufallsins. Hann segir hins vegar sé nú þegar komin mjög mikil aska út í andrúmsloftið og yfir atlantshafið. „Sú aska er að berast til Evrópu og mun þar hafa áhrif á flug næstu daga". Því sé mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri ösku sem nú þegar hefur fallið heldur en þeirri sem er að koma upp í gosinu núna. ,,Askan sem er að myndast núna er ekki stórvandamál, að minnsta kosti ekki fyrir flug í Evrópu og í raun ekki vandamál nema allra næst eldstöðinni," segir Halldór. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. „Gosmökkurinn er orðinn ansi mikið lægri en hann var, komnn niður í dag í þremur til fimm kílómetrum og hverfur alveg af radarnum inn á milli, síðan koma svona púst sem fara alveg upp í sjö og hálfan kílómeter inn á milli, kom eitt slíkt um tvöleitið í dag en það er svona að draga all mikið úr gosinu," segir Steinunn S. Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands Búist er við að það haldi áfram að draga úr smám saman. Gosið er því eins og hefðbundið Grímsvatnagos að sögn Steinunnar, það er öflugast fyrstu dagana en fjara svo út. Grímsvötn eru það eldfjall á Íslandi sem gýs hvað oftast. Þetta gos er í suðvesturhorni Grímsvatna, á sama stað og gosið 2004. Frá því að því gosi lauk hefur þensla aukist jafnt og þétt á svæðinu. Þegar gos hefst brýst kvikan í gegnum ísinn og upp á yfirborðið. Vatnið í gígnum snöggsíður og veldur því að gosefnin tætast og aska þeytist upp í loftið í sprengigosi. „Á fyrstu sólarhringum gossins er magnið sem kom upp meira en í öllu Eyjafjallajökulsgosinu, öllum fjörtíu dögunum, það gerist bara á fyrsta sólarhringnum, síðan dettur virknin algjörlega niður og er núna komin í um eitt prósent af því sem hún var fyrst, þannig þetta er ekki lengur verulegt öskugos," segir Halldór Björnsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni en hann hefur fylgst grannt með þróun öskufallsins. Hann segir hins vegar sé nú þegar komin mjög mikil aska út í andrúmsloftið og yfir atlantshafið. „Sú aska er að berast til Evrópu og mun þar hafa áhrif á flug næstu daga". Því sé mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri ösku sem nú þegar hefur fallið heldur en þeirri sem er að koma upp í gosinu núna. ,,Askan sem er að myndast núna er ekki stórvandamál, að minnsta kosti ekki fyrir flug í Evrópu og í raun ekki vandamál nema allra næst eldstöðinni," segir Halldór.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira