Lífið

Börnin elskuðu Dorrit

Dorrit var í miklu stuði þegar hún heimsótti leikskólann Öskju ásamt Sólveigu Eiríksdóttur. Með þeim á myndinni frá vinstri eru Freyja, Markús, Snorri, Fönn og Jóhanna.
Dorrit var í miklu stuði þegar hún heimsótti leikskólann Öskju ásamt Sólveigu Eiríksdóttur. Með þeim á myndinni frá vinstri eru Freyja, Markús, Snorri, Fönn og Jóhanna.

„Þetta var bara dásamlegt og það verður spennandi að sjá útkomuna,“ segir Ágúst Már Harðarson, kokkur hjá barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff og Sólveig Eiríksdóttir heimsóttu í síðustu viku leikskólann Öskju fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð um hollustu og mataræði.

Krakkarnir fengu að taka þátt í að útbúa hollan og góðan mat ásamt forsetafrúnni og fyrir fram hefði kannski mátt búast við að spennan bæri sum börnin ofurliði, enda kannski ekki vön því að koma fram fyrir framan tökuvélar, leikstjóra og ljós. En það var öðru nær. „Börnin elskuðu Dorrit og það var hreint út sagt ótrúlegt að sjá hvernig þeim kom saman, hún lék í fingrunum á þeim og þau í hennar, hún kunni öll tökin. Þau voru svona pínu stressuð í byrjun en svo rúllaði þetta bara áfram eðlilega,“ segir Ágúst.

Þættirnir með forsetafrúnni og Sólveigu verða alls þrír talsins en þær hafa heimsótt býli sem sérhæfa sig í lífrænni ræktun og grunnskóla. Þættirnir eru framleiddir af Saga Film og verða sýndir á Stöð 2.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.