Innlent

Akið hvorki Hellisheiði né Þrengslin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er glórulaust að vera á ferð á Hellisheiði núna. Myndin er úr safni.
Það er glórulaust að vera á ferð á Hellisheiði núna. Myndin er úr safni. mynd/ vilhelm.
Af gefnu tilefni ræður lögregla og Vegagerðin ökumönnum frá því að vera á ferðinni á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og eins um Þrengslaveg.

Mjög hvasst er orðið og glórulítið að vera á ferð nema ökumenn séu á sérstaklega vel búnum bílum. Skyggni er nánast ekkert og mikil hálka, enn er lítil ofankoma en það breytist skjótt. Búast má við að þetta ástandi vari næstu klukkutíma.

Björgunarsveitir eru EKKI á ferðinni til aðstoðar ökumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×