Innlent

Rauði krossinn til taks um jólin

Rauðakrosshúsið í Kópavogi er opið alla virka daga frá ellefu til þrjú síðdegis. Fréttablaðið/Stefán
Rauðakrosshúsið í Kópavogi er opið alla virka daga frá ellefu til þrjú síðdegis. Fréttablaðið/Stefán
Einmana fólk sem sumt á engan að hringir mikið í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 yfir hátíðarnar, að því er fram kemur á vef Rauða krossins. „Svarað er í símann allan sólarhringinn, allan ársins hring.“

Þá verður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, í Eskihlíð 4, opið allan sólarhringinn yfir hátíðarnar, en á milli jóla og nýárs verður opið frá 17 til hádegis daginn eftir.

Vin, athvarf fyrr fólk með geðraskanir, býður upp á jólakaffi á annan í jólum og Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, verður opin frá 9.30 til 15.30 virka daga á milli jóla og nýárs. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×