Innlent

Eignuðust dreng - sannkölluð guðsgjöf

elly@365.is skrifar
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir athafnakona og Bjarni Ákason framkvæmdastjóri epli.is eignuðust 16 marka son 21. desember síðastliðinn en áætlað var að drengurinn kæmi í heiminn 2. janúar 2012.

Hann er alveg dásamlega fallegur - sannkölluð guðsgjöf, segir Eva þegar Vísir óskar henni og fjölskyldunni til hamingju með kraftaverkið.

Saman eiga Eva og Bjarni drenginn Bjarna Gabríel en samtals eiga þau sjö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×