Innlent

Um 20 slökkviliðsmenn á vakt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Varðstjóri hjá slökkviliðinu bað Vísi sérstaklega um að koma þessari jólakveðju til skila og blaðamanni er það bæði ljúft og skylt.

Tuttugu slökkviliðsmenn eru á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu til hálfátta og tuttugu og einn eftir miðnætti. Þar af eru um fjórir vaktstjórar. Um er að ræða fulla vakt eins og um hefðbundinn dag væri að ræða. Slökkviliðsmennirnir sinna öllum mögulegum störfum. Þeir eru tilbúnir á dælubílana ef eldur kemur upp, sinna sjúkraflutningum og mögulegum vatnslekum.

Slökkviliðsmennirnir sem verða á vakt fá kalt borð frá Múlakaffi í mat á aðfangadagskvöld og drekka jólaöl með. Á morgun verður svo hangikjötsveisla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×